Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundaveiði veður

12.Júlí'18 | 22:43
IMG_7575

Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 10. - 15. ágúst

Það má með sanni segja að í sumar hafi ríkt sannkallað lundaveiði veður, en í flestum fjöllum og úteyjum í Vestmannaeyjum er einmitt besta veiðin í suðlægum áttum, en þetta tíðarfar er orðið ansi leiðinlegt, en ég man þó mörg ár þar sem mikið var um suðlægar áttir og lægðagang, en kannski má segja sem svo að þetta sé ekki ósvipað og hjá sjómönnum, flestir muna met túrana og mikið fiskirí, en menn eru fljótir að gleyma lélegu túrunum og verstu brælunum. 

Nýlega var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði að leyfa 6 lundaveiðidaga í staðinn fyrir 3 eins og síðustu árin. Ég tel að þetta eigi að vera í lagi, sérstaklega þar sem fyrir liggur að varpið er mun betra heldur en síðustu ár og vonandi skilar það sér með mikið af pysju í haust. 

Hins vegar fannst mér vanta kannski aðeins inn í bókunina og hefði þá viljað sjá t.d. að sala á lunda væri algjörlega bönnuð og einnig að með fjölgun daga, þá fylgi sú áskorun á veiðimenn að þeir fari aðeins einu sinni til tvisvar til veiða. 6 dagar eru reyndar ekki mikið en klárlega aukast þá líkurnar á því að menn komist í betri sæti, í betri vindáttum og eigi þá meiri möguleika á að fá úr því skorið, hvort að ung lundinn sé að skila sér eða ekki, sem að mínu mati er gríðarlega mikilvægt. En að gefnu tilefni vil ég taka það skýrt fram, að samkv. nýjustu upplýsingum norður úr landi, þá er gríðarleg fjölgun á lundanum þar og nú þegar mikið af ungfugli í veiðinni hjá þeim, sem farið hafa til veiðar þar.

Ég hef heyrt í nokkrum sem farið hafa til veiða hér í Eyjum þessi síðustu ár og mér skilst að þetta litla sem veiðst hefur, hafi aðallega verið fullorðinn lundi, eða graddi, sem er ekki gott en vonandi verður þetta betri núna og vonandi fer nú veðrið að lagast, amk. ætla ég rétt að vona að veðurspá þeirra svokölluðu tvíhöfða manna verði ekki að veruleika, en þeir spáðu því í vikunni að það myndi klárlega hætta að rigna þegar hann færi að snjóa.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).