Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar

5.Júlí'18 | 18:11
IMG_2828

Fulltrúar framboðanna tveggja sem mynda meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Málefnasamningur Eyjalistans og H-lista, Fyrir Heimaey, fyrir kjörtímabilið 2018-2022 var gerður opinber í dag. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri sagði af því tilefni að samstarfið í meirihlutanum hafi farið vel af stað og mörg spennandi og krefjandi verkefni séu framundan.

Hér má sjá málefnasamning framboðanna tveggja:

Bæjarfulltrúar E-lista og H-lista munu á kjörtímabilinu kappkosta að starfa saman þvert á flokka í vinnu sinni fyrir Vestmannaeyjabæ. Fulltrúar listanna gera með sér eftirfarandi málefnasamning þar sem tíundaðar eru helstu áherslur næstu fjögurra ára.

Höfuð áhersla verður lögð á gegnsæja og opna stjórnsýslu, aukið íbúalýðræði og virðingu gagnvart öllum bæjarbúum.

Áhersla verður lögð á ábyrga og trygga fjármálastjórn og vandaða áætlanagerð.

Unnið verður að því að skapa fyrirtækjum gott rekstrarumhverfi og stuðningur veittur við nýsköpun í atvinnumálum.

* * *

Fræðslumál verða sett  í forgang til eflingar leik- og grunnskólum bæjarins

Forgangsraðað verður til fræðslu-, tómstunda- , íþrótta- og æskulýðsmála.

Stoðkerfi leik- og grunnskóla verður eflt með markvissum hætti.

Unnið verður að því að koma leik- og grunnskólum bæjarins í fremstu röð í samráði við nemendur, foreldra, kennara og starfsfólk skólanna.

Áhersla verður lögð á að tryggja bestu mögulegu þjónustu við barnafjölskyldur.

* * *

Áhersla verður lögð á öfluga hagsmunagæslu fyrir sveitarfélagið gagnvart verkefnum sem eru á ábyrgð ríkisins og ríkinu ber að kosta

 Að ríkið geri úttekt á Landeyjahöfn með það markmið að fá úr því skorið hvernig hægt sé að bæta höfnina og í framhaldi farið í viðeigandi lagfæringar.

Að innanlandsflug verði eflt sem hluti af almenningssamgöngum.

Að þjónusta Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum verði efld.

Að tryggja öryggi sjúklinga með því að finna sjúkraflugi betri og traustari farveg.

* * *

Unnið verður að því að opna stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar.

Bókhald bæjarins verður opnað og verður aðgengilegt á netinu.

Íbúagátt verður fullvirkjuð og vefsíða Vestmannaeyjabæjar hönnuð upp á nýtt.

Undirgögn fundargerða verða birt og bæjarstjórnarfundir sendir út á netinu.

Ráðningar í stjórnendastöður hjá bænum skulu auglýstar og úrvinnsla þeirra verði í höndum fagaðila.

* * *

Unnið verður að uppbyggingu á þjónustu við aldraða og fatlaða.

Áhersla verður á uppbyggingu íbúða fyrir aldraða.

Gert verður átak í aðgengismálum í bænum og sérstaklega í og við fasteignir í eigu bæjarins.

Leitast verður eftir því að fremsta megni að auka lífsgæði aldraðra og fatlaðra í sveitarfélaginu.

* * *

Bæjarfulltrúar E- og H- lista munu auk þeirra mála sem tíunduð voru hér að ofan, vinna eftir stefnuskrám listanna og kappkosta að vinna að öllum góðum málum er til framfara horfa fyrir Vestmannaeyjabæ.

Við gerð fjárhagsáætlana hvers árs mun fram koma nánari útfærsla á þeim málefnum sem lögð verður áhersla á.

* * *

 

Verkaskipting hins nýja meirihluta verður með eftirfarandi hætti:

Íris Róbertsdóttir verður ráðin bæjarstjóri.

Njáll Ragnarsson verður formaður bæjarráðs.

Elís Jónsson verður forseti bæjarstjórnar.

Helga Jóhanna Harðardóttir mun gegna formennsku í fjölskyldu- og tómstundaráði.

Guðmundur Ásgeirsson mun gegna formennsku í framkvæmda- og hafnarráði.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir mun gegna formennsku í umhverfis- og skipulagsráði.

Arna Huld Sigurðardóttir mun gegna formennsku í fræðsluráði.

* * *

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...