Bæjarstjórn Vestmannaeyja:
Minnihlutinn ósáttur við að fá ekki varaformennsku í ráðum
23.Júní'18 | 06:56Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir vonbrigðum með að minnihlutinn fengi ekki varaformennsku í fastanefndum Vestmannaeyjabæjar, en kosið var í nefndir og ráð á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag.
Trausti Hjaltason sagði í ræðustól að hann væri hneykslaður á að ekki sé orðið við þeirri beiðni um að minnihluti fái varaformennsku í nefndum. Hann segir það hafa tíðkast um áratuga skeið, þegar að um sé að ræða að minnihluti hafi tvo menn í ráðum, og vísar hann þar til kjörtímabila á undan því sem nú var að klárast - en á nýliðnu kjörtímabili hafði minnihluti Eyjalistans einungis einn mann í hverju ráði, í stað tveggja áður.
Undir þetta tóku Helga Kristín Kolbeins og Hildur Sólveig Sigurðardóttir, en sú síðarnefnda benti á að núverandi meirihluti hafi verið tíðrætt um aukið lýðræði í aðdraganda kosninga. Þá benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi flest atkvæði á bak við sig.
Hér má sjá hvernig nefndar- og ráðskipan er.
Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Samkvæmt venju þegar nefndarskipan bæjarfulltrúa skiptist í 4 í meirihluta og 3 í minnihluta hefur það verið hefðin að minnihluta sé boðin varaformennska í fastanefndum bæjarins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að ekki sé viðhöfð sú venja þetta kjörtímabilið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.