Njáll Ragnarsson skrifar:

Eftir fyrsta bæjarstjórnarfund

23.Júní'18 | 09:54
njall_r_litil

Greinarhöfundur eftir sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Nú hefur ný bæjarstjórn Vestmannaeyja tekið til starfa. Vil ég byrja á því að óska bæjarfulltrúum til hamingju með kjörið og bæjarbúum öllum til hamingju með nýja bæjarstjórn. 

Ég hef mikla trú á því að ný stjórn komi til með að byggja upp samfélagið okkar til framtíðar og koma góðum málum í verk. Það er eitthvað sem allir geta komið sér saman um að gera, og gera vel.

Í fyrsta skipti í 100 ára sögu Vestmannaeyjakaupstaðar gegnir kona nú stöðu bæjarstjóra. Að sama skapi sitja nú fleiri konur en karlar í bæjarstjórn en slíkt hefur aðeins einu sinni gerst áður, og það var fyrir 20 árum síðan. Þetta er sérlega ánægjulegt í ljósi umræðu undanfarinna ára um áhrif kvenna í samfélaginu. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er stoltur af því að hlutfall kynja sé jafn gott í Vestmannaeyjum og raun ber vitni.

Ég hef orðið var við umræðu í bænum síðustu daga um að bæjarstjórn hafi ekki verið fullskipuð á sínum fyrsta fundi sl. fimmtudag. Einhverjir hafa viljað gagnrýna nýjan bæjarstjóra fyrir fjarveru sína. Til þess hefði ekki þurft að koma.

Samkvæmt bæjarmálasamþykkt hefur sá fulltrúi í nýkjörinni bæjarstjórn, sem hefur lengstu setu í bæjarstjórn, 15 daga til að boða til fyrsta fundar frá því að ný stjórn tekur við. Ekki er regla um að fundað sé á fimmtudögum, þó það sé gert að öðru jöfnu. Ef einhver vilji hefði verið fyrir hendi gat þessi fulltrúi kannað hvaða dagar á þessu 15 daga tímabili hentuðu öllum og í framhaldinu boðað til fyrsta fundar í sátt og samlyndi við alla kjörna fulltrúa.

Dagana fyrir fyrsta fund var mikið reynt til þess að breyta tímasetningu fundarins. Það bar ekki árangur.

Með tímanum ávinnst traust á milli meiri- og minnihluta í bæjarstjórn. Ég er sannfærður um það að allir kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja muni vinna saman að góðum málum fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Það er okkar verkefni næstu fjögur árin. Ég hlakka til þess að fara í þessa vinnu. Ég hlakka til samstarfs við alla fulltrúa í bæjarstjórn, starfsmenn bæjarins og bæjarbúa alla.

 

Njáll Ragnarsson.

 

Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...