Trausti Hjaltason bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins:
Vilji kjósendans nær ekki fram að ganga vegna ádeilu um nokkrar sekúndur
22.Júní'18 | 13:48Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar vegna kæru flokksins um framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram í tilkynningu frá flokknum.
Trausti Hjaltason bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum segir að það sé alveg ljóst að allir þessir kjósendur hafi sannarlega verið búnir að kjósa mörgum klukkutímum áður en atkvæðin komast á kjörstað. Sannarlega er reynt eftir öllum mögulegum leiðum að koma atkvæðunum á kjörstað. Vilji kjósendans nær ekki fram að ganga vegna ádeilu um nokkrar sekúndur.
„Það er því beinlínis skylda okkar að láta á það reyna hvort að ekki sé brotið á kjósendum í þessu tilfelli. Einnig sé alveg ljóst að sá hluti laganna um kosningar til sveitarstjórnar sem fjallar um utankjörfundaratkvæði þurfi að taka til heildstæðrar endurskoðunar. Það sé afar sérstakt að ferðast þurfi með bréfsneppla landshlutanna á milli þegar það séu sýslumenn og talningarmenn víða sem eigi að getað klárað talninguna hjá sér og komið þeim upplýsingum á réttan stað.” segir Trausti.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.