Sveitarstjórnarkosningar 2018:
Úrslit kosninganna standa
Niðurstaða yfirkjörstjórnar staðfest í kærumáli
16.Júní'18 | 12:49Úrslitin í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum standa. Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum kærði úrslitin en hann tapaði meirihluta sínum á aðeins fjórum atkvæðum.
Kæran tók annars vegar til fjögurra utankjörfundaratkvæða sem yfirkjörstjórn úrskurðaði ógild og hins vegar myndbirtingar af atkvæðaseðli á samfélagsmiðlum. Sýslumaðurinn í Eyjum sendi úrskurð sinn út rétt fyrir hádegi og hafnaði kærunni þannig að úrslit kosninganna standa.
Trausti Hjaltason bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum segir að farið verði yfir úrskurðinn til að ákveða hvort honum verði áfrýjað til dómsmálaráðuneytisins, segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins, ruv.is.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.