Óvíst hvort grói um heilt

16.Júní'18 | 09:43
yfir_vestm_fade

Meirihlutinn féll í Vestmannaeyjum í síðustu kosningum. Ljósmynd/TMS

„Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“

Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin, segir í frétt á Vísi.is.

Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu.

„Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“
 

Vísir.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.