Farþegatölur Herjólfs

Mikil aukning farþega eftir ákvörðun ráðherra að samræma gjaldskrár

- þegar siglt er til Þorlákshafnar lækkaði gjaldskráin. Fyrstu fimm mánuði ársins eru farþegar hins vegar 2166 færri en í fyrra sem gerir -2,9%

13.Júní'18 | 06:45
farthegar_herjolf_lan

Farþegar Herjólfs ganga hér frá borði í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Ef skoðaður er samanburður á farþegatölum Herjólfs á fyrstu fimm mánuðum þessa árs samanborið við árin á undan kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 

Eyjar.net ræddi við Gunnlaug Grettisson, forstöðumann ferjureksturs Eimskips um farþegaflutninginn það sem af er þessu ári.

„Fjöldi farþegar í febrúar markast af sjólagi og veru ferjunnar BODÖ hér þ.e. mun færri farþegar þar sem 6 ferðir til TOR voru felldar niður og kojur vantaði. Í mars kemur inn góð ákvörðun ráðherra um að láta Landeyjahafnar gjaldskrá gilda þegar siglt er til Þorlákshafnar og heimafólk meira á ferðinni.” segir Gunnlaugur.

Hann segir að breyting á gjaldskrá auk mun fleiri ferða til Landeyjahafnar í apríl skýra aukninguna þann mánuðinn.

Aldrei fleiri ferðir til Þorlákshafnar í maí

„Sigldar ferðir til Þorlákshafnar í maí hafa því miður aldrei verið fleiri en í ár, alls 27 en Þorlákshafnarferðir árið 2017 voru 2 og engin árið 2016 og farþegatölur mánaðarins bera þess skýrt merki.

Fyrstu fimm mánuði ársins eru farþegar því 2166 færri en árið í fyrra sem gerir -2,9%.

Nú er bara að vona að sumarið fari að koma og það verði gott, stöðugar siglingar til Landeyjahafnar og mikið af farþegum eins og í fyrra.” segir Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjureksturs Eimskips.

 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is