Byrjað að auglýsa eftir starfsfólki hjá Herjólfi ohf
- samþykkt af stjórn að auglýsa eftir framkvæmdastjóra og yfirvélstjóra. Hins vegar hefur einungis verið auglýst eftir skipstjóra og vélstjóra
8.Júní'18 | 13:07Búið er að auglýsa fyrstu störfin laus til umsóknar hjá Herjólfi ohf. Umsóknarfrestur rennur út á sunnudaginn næstkomandi. Þau störf sem auglýst voru nú er starf skipstjóra og starf yfirvélstjóra. Athygli vekur að ekki er auglýst eftir framkvæmdastjóra fyrir nýja félagið.
Það að ekki sé búið að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra stangast reyndar á við stjórnarsamþykkt félagsins, en í fundargerð stjórnar frá 19. maí segir að stjórnin hafi samþykkt að fela formanni stjórnar í samráði við settann framkvæmdastjóra að ganga frá auglýsingu þar að lútandi. Samkvæmt heimildum Eyjar.net stendur til að ráða verkefnastjóra til félagsins sem á að sinna störfum framkvæmdastjóra næstu mánuðina. Ekki stendur til að auglýsa stöðu verkefnastjóra, herma sömu heimildir.
Samkvæmt stofnfundargerð var Sigurbergi Ármannssyni, fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar, falið að gegna hlutverki framkvæmdastjóra og fara með prókúru félagsins þar til framkvæmdastjóri verður ráðinn.
Grímur Gíslason, formaður stjórnar Herjólfs ohf. hefur ekki svarað fyrirspurn Eyjar.net um málið.
Sjá einnig: Rýnt í nýjan rekstrarsamning Herjólfs

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.