Elstu nemendur GRV útskrifaðir
7.Júní'18 | 06:52Útskrift 10. bekkjar var haldin hátíðleg í Höllinni á þriðjudaginn. Nemendur mættu prúðbúnir að taka á móti útskriftarskírteinum og verðlaunum fyrir frammistöðu í námi.
Veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur í námsgreinum, framfarir í námi, ástundun, félagsstörf og einn nemandi var heiðraður fyrir að ljúka grunnskóla á 9. árum. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV veitti nemendum sem hafa lokið tveimur árum í íþróttaakademíu viðurkenningu og einnig voru veitt verðlaun fyrir lokaverkefni nemenda.
Guðný Emilíana, Bryndís og Anika fluttu tónlistaratriði og Mía Rán Guðmundsdóttir flutti lokaræðu nemenda. Í lok dagskrár var boðið upp á súpu, brauð, kökur og kaffi, segir í frétt á facebook-síðu GRV.
Fleiri myndir frá útskriftinni má sjá á facebook-síðu GRV.
Tags
GRV
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...