Vestmannaeyjabær og lögreglan:

Samvinnuverkefni um eftirlitsmyndavélar

1.Júní'18 | 06:40
eftirlitsmyndavel

Eftirlitsmyndavélar. Mynd/úr safni

Ekki alls fyrir löngu kynnti lögreglan í Vestmannaeyjum nýtt samvinnuverkefni lögreglunnar og Vestmannaeyjabæjar, sem fellst í því að setja upp eftirlitsmyndavélar í miðbænum sem og á hafnarsvæðinu, en þar hafa verið vélar frá bæjaryfirvöldum um allnokkurt skeið.

Eyjar.net setti sig í samband við Rut Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Vestmannaeyjabæ vegna málsins.

„Við höfum verið með eftirlitsmyndavélar við höfnina, Stakkó, GRV og á Skanssvæðinu í mörg ár sem þarfnast mikillar endurnýjunnar þess vegna  var ákveðið að fara í þetta samvinnuverkefni við lögregluna. Í nokkur ár hefur einnig verið rætt um að bæta við vélum í miðbæinn.  Þetta samvinnuverkefni gerir okkur kleift að fara í þessa endurnýjun þar sem lögreglan mun sjá um að vista allar upplýsingar sem nást á mynd sem hefur verið erfitt fyrir okkur að gera vegna stífra reglna um vistun upplýsinga og persónuvernd.” segir Rut.

Sjá einnig: Auka öryggi íbúa með löggæslumyndavélum

Aðspurð um kostnað við verkefnið segir hún að í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2018 séu 4.000.000 kr. vegna myndavélabúnaðar en lögreglan mun sjá um allan kostnað við vistun upplýsinga og eftirlitsþáttinn.

Þá segir Rut að ekki sé verið að fjármagna búnað fyrir ríkið þar sem þessi búnaður hafi verið til fyrir hjá Vestmannaeyjabæ og um endurnýjun á búnaði okkar er að ræða. 

„Við höfum litið á það sem öryggisþátt fyrir bæjarbúa og gesti að hafa gott myndavélakerfi. Sérstaklega mikilvægt á hafnarsvæðinu og hefur kerfi verið þar um árabil.”

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).