Myndun meirihluta:
Framhald viðræðna skýrast á morgun
28.Maí'18 | 22:36Fulltrúar Eyjalistans hittu í dag fulltrúa annara framboða til að kanna hug þeirra og kynna sína sýn á hugsanlegt meirihlutasamstarf. Fundað var með fulltrúum Sjálfstæðisflokks síðdegis og nú í kvöld hittust fulltrúar E-lista og H-lista.
Eins og kunnugt er fengu Sjálfstæðisflokkur og Fyrir Heimaey sitthvora þrjá bæjarfulltrúana kjörna, en Eyjalistinn fékk einn mann kjörinn. Njáll Ragnarsson, oddviti E-listans sagði í samtali við Eyjar.net eftir síðari fundinn að staðan sé þannig núna að fulltrúar Eyjalistans fari í sitt bakland og greini þeim frá tíðindum dagsins. Njáll segir að sá fundur sé fyrirhugaður síðdegis á morgun. ,,Búast má við að málin skýrist frekar eftir þann fund.”
Þá má búast við að Eyjalistinn óski eftir formlegum viðræðum við annaðhvort Fyrir Heimaey eða Sjálfstæðisflokk.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.