Páll Marvin Jónsson skrifar:

Kjósum áframhaldandi sókn!

25.Maí'18 | 10:14
pallmarvin

Páll Marvin Jónsson

Það fer ekki á milli mála að það er komið að kosningum, greinaskrif frambjóðenda í staðarfjölmiðlum, umræðan á kaffistofum bæjarins og ,,kommenta” kerfi samfélagsmiðlanna ber þess glögglega merki.

Kosningarnar nú eru töluvert brábrugðnar þeim kosningum sem ég hef tekið þátt í á mínum pólitíska ferli sem spanna nú tólf ár. Þær eru frábrugðnar að því leyti að gott fólk sem ég hef starfað með hefur ákveðið að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn og bjóða fram gegn honum, að því er virðist ekki vegna málefnalegs ágreinings heldur í þeim tilgangi að koma ákveðnum einstaklingum í áhrifastöður og þykir mér það miður. Yfirskriftin var aukið lýðræði og bætt vinnubrögð en þrátt fyrir þau fyrirheit gaf þessi nýi flokkur sér ekki tíma til þess vinna eftir þessum gildum við val á framboðslista sinn.

Eins og áður sagði hef ég nú starfað í bæjarstjórn í tólf ár, og það er langur tími í pólitík, sumum finnst það of langur tími. Ég er ósammála þeirri alhæfingu. Ef þú hefur ánægju af því sem þú ert að gera, hefur þrek og vilja til að vinna þetta óeigingjarna starf og nærð árangri þá skiptir árafjöldinn í starfinu ekki máli.

Ég sé hinsvegar ekki eftir því að skella mér í aftursætið, ef svo má að orði komast. Á lista Sjálfstæðisflokksins eru frábærir einstaklingar sem ég treysti til að stýra bænum og að fenginni tólf ára reynslu þá veit ég að þeir munu gera það með hagsmuni íbúa sveitafélagsins að leiðarljósi, hagsmuni heildarinnar. Elliði Vignisson er bæjarstjórnar efni flokksins, hann er sterkur leiðtogi og lætur verkin tala, engum treysti ég betur til að leiða bæjarfélagið okkar næstu fjögur árin.

Það er aðeins einn Sjálfstæðisflokkur og ef við náum meirihluta á laugardaginn þá munum við halda áfram að byggja upp samfélagið með sömu gildin að leiðarljósi, sem er ábyrgur rekstur og þor og dugur til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Hin sterka fjárhagsstaða bæjarins er grunnurinn að frekari sóknarfærum og ber stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna því glögg merki.

 

Kjósum áframhaldandi sókn, setjum X við D.


Páll Marvin Jónsson

 

Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...