Ólafur Lárusson skrifar:

Fyrir Heimaey - taktu skrefið með okkur

24.Maí'18 | 06:55
oli_lar

Ólafur Lárusson

Undanfarna daga hafa borist til okkar stefnuskrár þriggja stjórnmálaafla hér í bæ. Eitt er það afl sem nú býður fram krafta sína er Fyrir Heimaey. Þar er á ferðinni einstaklingar sem gefa kost á sér til þeirrar samfélagsþjónustu sem framboð er í raun. 

Í stefnuskránni segir að það þufti kjark til að breyta og það er rétt. Við Vestmannaeyingar höfum haft kjark til að taka málin í okkar hendur og koma fram þeim breytingum sem við teljum að séu til hagsbóta fyrir okkar samfélag. Þarna er ekki verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum.

Eitt okkar stærsta hagsmunamál er að bæði höfn og skip sem eiga að sinna samgöngum á milli lands og eyja séu í stakk búin til þess. Gleymum ekki flugi hér á milli sem hefur verið sinnt af mikilli elju þeirra flugfélagsmanna hjá Örnum. Þar má leggjast á sveif með þeim að fjölga farþegum sem vilja fljúga hér á milli. Gera þeim farþegum sem vilja hafa hér lengri dvöl það mögulegt.

Hér eru góðir gisti möguleikar og ýmis dægrastytting í boði.  Það er búið að lagfæra og gera fargjöldin hér á milli ódýrari fyrir okkur með Herjólfi. En er það nóg? Nei, undanfarið þá hefur ekki verið hægt að sigla á milli Eyja og Landeyja nema á flóði þ.e. að sjávarstaða sé þannig að Herjólfur fljóti innan hafnar og komist á haf út aftur. Að þetta sé með þessum hætti í dag er að mínu viti algjölega óásættanlegt.

Skip er í smíðum en höfnin látin vera og síðan á bara að grafa þegar hann lignir! Það verður að koma málefnum Landeyjahafnar á dagskrá ríkistjórnarinnar og að samgönguráðherra taki af skarið og láti fara fram úttekt á málum hafnarinnar og hverju þurfi að breyta til að Herjólfur og nýja skipið geti siglt þarna inn við sæmilegustu aðstæður.

Ég tel að það þurfi miklu stærri aðgerðir en að setja upp einhverjar dælur á hvorn garð eins og menn láta sig dreyma um. Atlantshafið lætur ekki að sér hæða. Það hefur lamið suðurströndina og fært til sand og strönduð fley um aldir og kemur til með að gera að áfram. Búseta hér til framtíðar byggir á góðum og öruggum samgöngum, rekstur fyrirtækja byggir líka á því að hingað komist efni og afurðir og einnig til lands.

Ungt fólk sem ætlar að byggja hér og búa gerir þá kröfu að samgöngur séu tryggar hér á milli og á skynsamlegu verði. Ég vona að frambjóðendur H listans fái góða kosningu og að kjarkur fylgi málum til breytinga. Sjálfstæður maður.

 

Ólafur Lárusson

 

Höfundur kennir hegurð við GRV.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).