Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra svarar spurningum Eyjar.net um samgöngur milli lands og Eyja

Gert ráð fyrir að sigling milli lands og eyja taki 40-45 mínútur

- nýsmíðin mun verða 5-10 mínútum lengur en núverandi ferja á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja

17.Maí'18 | 14:38
sigurdur_ingi_stjr_litil

Sigurður Ingi Jóhannsson

Í síðasta mánuði birtum við svör Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra um Landeyjahöfn og fyrirhuguðum framkvæmdum þar. Við birtum nú síðari hluta viðtalsins og snýr það að nýrri ferju og rekstri hennar, en hún er væntanleg til landsins í haust.

Sigurður Ingi segir að þjónustusamningur ríkisins við Vestmannaeyjabæ liggi nú fyrir til undirritunar og er áætlað að ný ferja verði afhent 22. september n.k. og hefji siglingar í byrjun október. Er Sigurður Ingi er inntur eftir hvort starfsmönnum Herjólfs hafi verið haldið upplýstum um hvað eigandi skipsins (ríkið) hyggist gera varðandi rekstur ferjunnar segir hann að starfsmenn Herjólfs séu starfsmenn Eimskips, sem sé ljóst að samningstíminn sé að renna út.

7 ferðir á dag í júní, júlí og ágúst

Aðspurður segir Sigurður að ekki liggi fyrir hversu margir munu vinna um borð en verið er að vinna í því með Samgöngustofu, sem tekur ákvörðun um lágmarks mönnun skipsins. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að ferðir í vetraráætlun verði 5 að jafnaði á dag en 6 ferðir á föstudögum og sunnudögum. Í sumaráætlun júní til ágúst verði 7 ferðir á dag alla daga.

7 ferðir á 17 klukkutímum

„Gert er ráð fyrir að sigling milli lands og eyja taki 40-45 mínútur og að hlaða ferju taki innan við 30 mínútur þannig að ferð fram og til baka tekur 2,5 klst. Því taka 6 ferðir um 14,5 klst. og 7 ferðir um 17 klst. Við þetta bætist í vinnutíma áhafnar um hálftími fyrir fyrstu brottför og hálftími að lokinni síðustu ferð.” segir ráðherra og heldur áfram:

„Það mun taka tæpar 30 mínútur að hlaða ferjuna. Til að ná að hlaða ferjuna þarf 2,5 MW afl sem er nálægt þeim mörkum sem unnt er að fá út úr orkukerfinu í Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum og einnig er það á mörkum þess að hlaða ferjuna í lágspennu, með hagkvæmum hætti.” 

Að endingu segir ráðherra að í drögum að samningi sé gert ráð fyrir óbreyttri gjaldskrá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).