Vestmannaeyjabær:

Stjórn skipuð hjá Herjólfi ohf

16.Maí'18 | 09:33
herj_kominn_a_flot_vegag

Nýja Vestmannaeyjaferjan er nú í smíðum í Póllandi. Mynd/Vegagerðin

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var samþykkt einróma að stofna opinbert hlutafélag (ohf) utan um rekstur Herjólfs. Þá var skipað í stjórn hlutafélagsins.  

Stjórnina skipa Grímur Gíslason, Lúðvík Bergvinsson, Páll Þór Guðmundsson, en þeir sátu í stýrihópi sem fór fyrir viðræðum við ríkið um yfirtökuna á rekstri ferjunnar. Grímur var stjórnarformaður Herjólfs hf. á sínum tíma þegar reksturinn var síðast undir Vestmannaeyjabæ. Auk þeirra eru í stjórninni Arndís Bára Ingimarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir. í varastjórn eru Birna Þórsdóttir og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir.

Leggja félaginu til kr. 150.000.000 sem stofnfé

Í bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir að Vestmannaeyjabær samþykki að stofna opinbert hlutafélag, þ.e. Herjólf ohf., í því skyni að félagið taki að fullu að sér ábyrgð og rekstur á nýrri farþegaferju (Herjólfur) sem mun alfarið taka að sér farþegaflutninga milli lands og Eyja þegar hún kemur til landsins á haustmánuðum 2018. Samþykkt stofnunar félagsins er í samræmi við þegar samþykktan samning Vestmanneyjabæjar og ríkisins um yfirtöku bæjarins á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar.

Enn fremur samþykkir bæjarstjórn að leggja félaginu til kr. 150.000.000 sem stofnfé í samræmi við fyrirliggjandi drög að stofngögnum, sem liggja frammi á fundinum. Tilgreint hlutafé er hluti af því rekstrarmódeli sem lagt hefur verið til grundvallar samningsins og gerir það ráð fyrir að við lok samningsins verði eigið fé félagsins rúmlega 175.000.000 og stofnfé skili sér til því til baka komi til slita þess við samningslok.

Með samþykkt tillögu þessarar er bæjarstjóra enn fremur veitt umboð til að ganga frá stofnun félagsins í samræmi við samþykkt þessa, auk fyrirliggjandi draga að stofngögnum, segir í bókun bæjarstjórnar.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...