Njáll Ragnarsson skrifar:

Hinir raunverulegu valmöguleikar

15.Maí'18 | 13:29
njall_litil

Njáll Ragnarsson

Ekki verður annað talið en að skjálfti sé hlaupinn í sjálfstæðismenn fyrir kosningarnar 26. maí næstkomandi. Úr þeirra röðum ryðst nú fram á ritvöllinn leiðtogi D listans, fullur auðmýktar og stolts af afrekum undanfarinna ára, en tekur þó jafnframt fram að hér fari allt á versta veg fái þeir ekki endurnýjað umboð kjósenda og hreinan meirihluta.

Sú goðsögn virðist enn á lífi, að minnsta kosti hjá þeim sjálfum, að enginn geti farið með stjórn nokkurs sveitarfélags nema þeir sjálfir. Auðmýkt og stolti er blandað við hótanir og heimsendaspár. Ekkert er nýtt undir sólinni hvað þetta varðar. 

Sjálfstæðismenn ganga jafnvel svo langt í málflutningi sínum að margt af því sem þeir nú hrósa sér fyrir hafa verið hagsmunamál Eyjalistans á undanförnum árum og í sumum tilvikum er staðreyndin sú að meirihlutinn lagðist beinlínis gegn þeim málum sem nú eru dregin fram honum  til tekna. Fyrr í vor sagði einn frambjóðandi sjálfstæðismanna samgönguráðherrann skreyta sig með stolnum fjöðrum, eins og frægt varð. Um það hvaða fjaðrir nú eru notaðar skal hver dæma fyrir sig.

En það skrýtnasta í málflutningi sjálfstæðismanna nú er að leiðtogi þeirra virðist fyrir fram útiloka allt samstarf við aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í neitt samstarf. Ein ráðlegging úr stjórnmálafræðinni, frá manni sem er að taka þátt í sínum fyrstu kosningum til manns sem hefur mikla reynslu væri á þessa leið: við skulum ekki útiloka neitt fyrir fram. Við skulum leyfa bæjarbúum að kjósa og segja hug sinn, og svo skulum við meta stöðuna. Fyrir mitt leyti, og okkar hjá Eyjalistanum, er ekkert  einu sinni farið  ræða mögulegt meirihlutasamstarf. Það er einfaldlega ekki á dagskrá.

Hins vegar er ég sammála bæjarstjóranum um eitt: þó valmöguleikarnir séu þrír, eru þeir í raun aðeins tveir. Það er einn Eyjalisti, sem stendur fyrir ákveðnar breytingar og svo eru það tveir sjálfstæðisflokkar. Og ef við horfum til baka og skoðum söguna, ekki bara hér í Vestmannaeyjum heldur um allt land, þá er það þannig að yfirleitt líður ekki á löngu þar til jafnvel dýptsti klofningur er barinn til hlýðni. Þá skiptir ekki máli hvort það er hinn hefðbundni sjálfstæðisflokkur eða hinn nýstofnaði byltingararmur hans. Valið stendur því á milli þessa tveggja kosta.

 

Njáll Ragnarsson

 

Höfundur skipar 1.sæti á lista Eyjalistans í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...