Bæjarráð Vestmannaeyja:

Samþykktu 20 ára leigusamning við mjaldrafélag

9.Maí'18 | 14:51
fiskidja_2018

Fiskiðjuhúsið. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær 20 ára leigusamning við eitt stærsta skemmtigarðafélag heims um 800 fermetra húsnæði Fiskiðjunnar að Ægisgötu undir fiska- og náttúrugripasafn. 

Leiguverðið er 95 þúsund krónur á mánuði fyrstu fimm árin og tvöfaldast svo. Félagið stefnir að því að byggja annað 800 fermetra hús undir mjaldrasundlaug sunnan við Fiskiðjuna og tengja húsin saman með tengibyggingu, segir í frétt á vefsíðu RÚV.
 
Samningurinn er við The Beluga Building Company ehf., sem var sett á fót af Merlin Entertainment og stefnir einnig að því að flytja nokkra mjaldra til Íslands og hafa þá til sýnis í Klettsvík í Eyjum. Merlin Entertainment er næststærsta skemmtigarða- og afþreyingarfyrirtæki í heimi og það stærsta í Evrópu. Það rekur meðal annars alla átta Legoland-garðana sem til eru, vaxmyndasöfn undir merkjum Madame Tussauds í 21 borg og London Eye-parísarhjólið, svo fátt eitt sé nefnt.

Leigusamningurinn sem bæjarráð samþykkti í gær er til 20 ára. Leiguverðið fyrir fermetrana 800 er 190 þúsund krónur á mánuði en fyrstu fimm árin verður veittur af því helmingsafsláttur. Þá fær Vestmannaeyjabær hluta af tekjum ef þær fara yfir 125 milljónir á ári. Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs, segir að Vestmannaeyjabær fengi þá 10% af umframtekjunum. Gert er ráð fyrir 30 til 40 þúsund gestum á ári.

Stofnkostnaður við safnið, þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði, er áætlaður um 500 milljónir og Vestmannaeyjabær tekur engan þátt í honum. Leigusamningurinn gerir ráð fyrir að ákveði fyrirtækið að hætta starfsemi muni bærinn eignast safnið og allt tilheyrandi honum að kostnaðarlausu, að því er segir í fundargerð bæjarráðs.

„Bæjarráð fagnar þessum samningi og telur að með honum séu hagsmunum Vestmannaeyjabæjar afar vel borgið,“ segir í fundargerðinni.

Til stendur að mjaldrarnir komi til landsins í mars á næsta ári, að sögn Páls Marvins, og að safnið opni samhliða því.

 

Ruv.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).