Landeyjahöfn:

Búið að dýpka fyrir tæpa 2,6 milljarða

um síðustu áramót

7.Maí'18 | 19:10
galilei_2000

Dýpkunarskipið Galilei 2000, hér við dýpkun á milli garða í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Um síðustu áramót var búið að dýpka í og við Landeyjahöfn fyrir samtals 2.565 milljónir á sjö árum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um kostnað við Landeyjahöfn og Vestmannaeyjaferju.

Þá er búið að verja til rannsókna á lendeyjahöfn tæpum 280 milljónum króna síðan árið 2012. Þá er rétt að benda á að enn er verið að setja tugi milljóna á ári í liðinn ,,stofnkostnaður". 

Hér að neðan má sjá fyrirspurnina os svörin í heild sinni.

     1.      Hver er rekstrarkostnaður, stofnkostnaður og viðhaldskostnaður Landeyjahafnar? Svar óskast með sundurliðuðum árlegum kostnaði frá árinu 2010.

Hér á eftir er sýndur sundurliðaður kostnaður frá árinu 2010. Kostnaður vegna rannsókna árin 2010 og 2011 fellur undir stofnkostnað. Viðhaldskostnaður er óverulegur. Rekstrarkostnaður Landeyjahafnar fyrir utan viðhaldsdýpkun, sem er sundurliðuð sérstaklega, er innifalinn í kostnaði við rekstur ferju. Eimskip greiðir leigugjald fyrir höfnina sem var í fyrra um 15,6 millj. kr. Allar tölur eru á verðlagi viðkomandi árs. 
 

Ár Stofnkostnaður Viðhaldsdýpkun Rannsóknir Alls
2010 1.328.629.374     1.328.629.374
2011 186.495.232 315.522.179   502.017.411
2012 40.212.172 226.975.820 46.719.494 313.907.486
2013 91.762.869 311.036.580 35.375.495 438.174.944
2014 55.945.394 250.276.614 20.068.263 326.290.271
2015 22.900.543 625.054.674 71.382.267 719.337.484
2016 26.008.305 466.249.789 59.138.035 551.396.129
2017 43.013.849 369.992.508 44.654.842 457.661.199
 


     2.      Hvaða kostnaður, ef einhver, hefur verið greiddur af íslenska ríkinu vegna reksturs ferju til Vestmannaeyja? Svar óskast með sundurliðuðum árlegum kostnaði frá árinu 2010. 
    Meðfylgjandi tafla sýnir framlag ríkisins til rekstrar Herjólfs, sundurliðað eftir árum. 
     

Ár Styrkur
2010 443.746.518
2011 1.088.273.871
2012 754.462.350
2013 718.037.970
2014 700.933.699
2015 765.963.232
2016 776.866.704
2017 952.488.181
 

Landeyjahöfn var vígð árið 2010 og lauk gerð hennar að mestu það ár. Lokauppgjör var hins vegar árið 2011 og því er kostnaður hár það ár. Eftir það hefur verið ráðist í ýmsar framkvæmdir og verkefni, svo sem að byggja þjónustubryggju og reisa garða til að hefta sandfok, auk annarra smærri framkvæmda. Árið 2017 var kostnaður meiri vegna slipptöku Herjólfs. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is