Pepsi-deild karla:

Eyjamenn fá Fjölni í heimsókn í dag

6.Maí'18 | 06:10

Í dag taka Eyjamenn á móti liði Fjölnis í Pepsí-deild karla. ÍBV tapaði í fyrstu umferð gegn Blikum á meðan Fjölnismenn gerðu jafntefli við KA. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 16.00 í dag, en fyrir þá sem ekki komast á völlinn er rétt að benda á að leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

Eyjaliðinu barst liðsauki í gær er enski knatt­spyrnumaður­inn Dav­id Atkin­son gekk til liðs við ÍBV á nýj­an leik og hef­ur hann fengið leik­heim­ild fyr­ir leikinn í dag. Und­ir lok apríl virt­ist frá­gengið að Atkin­son kæmi til Eyja en síðan hljóp snurða á þráðinn. Mál­in hafa nú  verið frá­geng­in, að því er greint er frá á vef mbl.is.

Atkin­son lék með Eyja­mönn­um seinni hluta síðasta tíma­bils en hann er 25 ára gam­all varn­ar­maður og kom frá enska liðinu Blyth Spart­ans en hafði áður verið í röðum Carlisle og Midd­les­brough. Hann gekk til liðs Blyth Spart­ans á ný í októ­ber.

 

Sun. 6. 5. 2018, Hásteinsvöllur kl: 16:00, ÍBV - Fjölnir, í beinni

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.