Yfirtaka Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs:

Minnihlutinn vildi kanna hug bæjarbúa í íbúakosningu

28.Apríl'18 | 10:01
baejarstjÖ0418

Bæjarstjórn Vestmannaeyja eftir fundinn í gær. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var snörp umræða á milli meiri- og minnihluta. Ástæðan var tillaga sem varabæjarfulltrúi E-listans lagði fram á fundinum þess efnis að bæjarstjórn myndi fresta málinu, boðað yrði til borgarafundar þar sem samningurinn yrði kynntur og í kjölfarið yrði íbúakosning. 

Óhætt er að segja að þessi tillaga hafi hrist allverulega upp í fundinum, og töldu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ef þessi tillaga yrði samþykkt væru bæjaryfirvöld að hafna samningstilboði ríkisins. Í tvígang voru tekin fundarhlé til að fara betur yfir málin og á endanum breyttu fulltrúar minnihlutans tillögu sinni í bókun sem lesa má hér að neðan.


Svohljóðandi bókun kom frá E-lista 
E-listinn samþykkir samningin þar sem kveðið er á um að Vestmannaeyjabær taki að sér rekstur Herjólfs en hefði talið æskilegra að boðað hefði verið til borgarafundar þar sem samningurinn yrði kynntur bæjarbúum og í kjölfarið hefði samningurinn verið borinn undir atkvæði bæjarbúa. Niðurstöðu þeirrar atkvæðagreiðslu hefðu bæjarfulltrúar getað haft til hliðsjónar þegar samningurinn væri borinn undir atkvæði í bæjarstjórn. 

Stefán Jónasson 
Guðjón Örn Sigtryggsson 

Svohljóðandi bókun kom frá D-lista 
Meirihluti Sjálfstæðismanna fagnar því að E-listi hafi dregið til baka tillögu sem hefði orðið til að samningnum væri hafnað, hefði hún verið samþykkt og tekur undir að sannarlega hefði verið betra að hafa rýmri tíma til úrvinnslu þessa mikilvæga máls. 

Í minnisblaði stýrhóps segir að öll töf og/eða fyrirvarar verði séð sem höfnun á samningnum og vera til þess að reksturinn verði boðin út. Ennfremur segir. Af þessum sökum hefur ráðgjafahópurinn fengið skýr skilaboð um að afstaða bæjarstjórnar verði að liggja fyrir í síðasta lagi í þessari viku ef Ríkið á að geta gengið til samninga. 

Þar með má öllum ljóst vera að tillaga sú sem E-listinn flutti fyrr á fundinum hefði jafngilt höfnun á samningi þeim sem lagður hefur verið fram og fórnað þeirri gríðalegu þjónustuaukningu sem samningurinn felur í sér fyrir bæjarbúa og náðst hefur með þori og þreki bæjarbúa sjálfra. 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu ekki stökkva frá þessu gríðalega mikla hagsmunamáli. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins taka undir þá kosti íbúafunda og kosninga sem ræddir hafa verið á fundinum og minna á að ákvörðun um yfirtöku á rekstri Herjólfs var tekin á hátt í 500 manna íbúafundi og samþykkt þar einróma. 

Elliði Vignisson
Páll Marvin Jónsson 
Trausti Hjaltason 
Hildur Sólveig Sigurðardóttir 
Birna Þórsdóttir 

Sjá einnig: Mikill meirihluti bæjarbúa vill íbúakosningu

Rétt er að taka fram að afgreiðsla málsins var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. En í afgreiðslunni um málið segir: Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og felur bæjarstjóra að undirrita samniginn í samræmi við sveitarstjórnarlög. 

Nánar um málið hér: Vestmannaeyjabær tekur yfir rekstur Herjólfs

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.