Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra svarar spurningum Eyjar.net um samgöngur milli lands og Eyja

Telur að það hafi lítil áhrif að þrengja Landeyjahöfn

20.Apríl'18 | 06:46
sigurdur_ingi_landeyjah_fi

Mynd/samsett.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra ræddi við Eyjar.net um samgögur á milli lands og Eyja. Eitt af hans fyrstu verkum var að lækka gjaldskrána þegar siglt er í Þorlákshöfn. Mikið réttlætismál sem búið er að berjst fyrir lengi en varð loks að veruleika þegar hann kom í ráðuneytið.

Ritstjóri Eyjar.net ræddi ýmis mál tengt samgöngunum og er viðtalið það ítarlegt að það verður birt í nokkrum köflum. Við byrjuðum á að ræða aðeins við ráðherra um Landeyjahöfn og fyrirhugaðar framkvæmdir þar. Þar á m.a að þrengja innsiglinguna um 14 metra, á sama tíma og sigla á í höfnina í mun verra veðri en nú er gert.

„Ætlunin er að byggja tunnur á garðsendum og leggja veg út til að auðvelda dýpkun frá landi. Eins og Eyjamenn þekkja er dýpið í hafnamynninu oft of lítið yfir vetrartímann. Með þessari framkvæmd vonast Vegagerðin til að unnt verði að dýpka hafnamynnið í verri veðrum en nú. Að dæla hangandi í krana þoli meiri ölduhæð en dýpkunarskipin. Þar með verði tryggt meira dýpi í höfninni og ferjan þurfi þá aðeins að sæta veðri og sjávarstöðu þegar hún siglir til Landeyjahafnar.  

Þrátt fyrir að verið sé að þrengja opið á pappírunum með tunnum á garðsendum, er það mat Vegagerðarinnar að það hafi lítil áhrif vegna þess að núverandi og er í reynd sjaldan meira vegna grjótfláa og sandsöfnunar við garðasenda. Framkvæmdin hefur verið kynnt skipstjórum Herjólfs og þeir hafa ekki komið með athugasemdir.” segir Sigurður Ingi.

Álit fengið frá fjórum erlendum aðilum

Er Sigurður Ingi er spurður um hvort leitað hafi verið til óháðra aðila varðandi umsögn um þessa breytingu á höfninni segir hann að Vegagerðin hafi leitað umsagna fjögra erlendra aðila og fengið þá til að leggja mat á áhrif framkvæmdanna á sandburðinn, hafnamannvirkin og dýpkun með sanddælu frá landi.

„Þeir meta það svo að áhrifin séu lítil og að hugmyndin um að dýpka frá landi muni hjálpa til við að halda dýpi nægjanlegu svo framalega sem það er dýpkað oft og ekki of mikið.  Einn umsagnaraðilinn lagði til að vera líka með önnur dýpkunarúrræði yfir háveturinn eins og t.d. plóg sem dreginn er af bát. Vegagerðin hefur falast eftir samstarfi við Vestmannaeyjahöfn um að Lóðsinn verður nýttur í slíkt þegar veður leyfir og önnur verkefni liggja ekki fyrir. 

Þeir erlendu aðilar sem leitað hefur verið álits hjá eru: Danska Straumfræðistofnunin (DHI), Magnus Larson sænskur prófessor og sérfræðingur um sandflutninga, Jentsje Van dee Meer prófessor og sérfræðingur í grjótgörðum og  Van´t Hoff Concultancy sem er sérhæft í dýpkunum.” segir ráðherra.

Eru fyrirhugaðar einhverjar framkvæmdir í náinni framtíð vegna aðstöðu farþega í Landeyjum og í Vestmannaeyjum?

Fyrir liggur að stækka farþegalandganginn í Vestmanneyjum og einnig að bæta flæðið með því að hleypa komufarþegum út án þess að þeir fari í gegnum farþegaafgreiðslunni. Gert er svo ráð fyrir breytingum í Landeyjahöfn og Vestmannaeyjum í samráði við rekstaraðilann þegar farþegar fara um borð í Herjólf sem farþegar í bifreiðum eins og venja er erlendis en ekki eins og nú er að ganga um borð.

Aðrar breytingar felast í að malbika bílastæði Landeyjahöfn og auðvelda flæðið frá ekjurampinum í Vestmanneyjum en það mun gerast á komandi árum.

 

Eyjar.net mun ræddi við samgönguráðherra um fleira, eins og nýsmíðina, rekstur ferjunnar og bíður það birtingar.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).