Herjólfur tók niðri við Landeyjahöfn

20.Apríl'18 | 18:55
herj_lan_cr

Herjólfur siglir hér út Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Herjólfur tók niðri á útleiðinni frá Landeyjahöfn í hádegisferðinni í dag. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs segir að af þessum sökum hafi verið tekin ákvörðun um að seinka næstu tveimur brottfarartímum dagsins.

Ferðunum frá Eyjum var seinkað úr kl.15:30 í 17:00 og frá Landeyjahöfn úr kl.17:10 í 17:45 og svo er siglt það sem eftir lifir dags skv. áætlun. 

Dýpkunarskipið Galilei 2000 var utan við Landeyjahöfn hafði skipstjóri Herjólfs strax sambandi við kollega sinn þar og því fór dýpkunarvinna strax af stað þar sem Herjólfur tók niðri.

Gunnlaugur segir það aldrei gott þegar farþegaferja tekur niðri, en sem betur fer er þetta sandur. ,,Það er erfitt að þetta sé enn staðan þegar einn og hálfur mánuður er síðan höfnin opnaði í byrjun mars. Vonandi fara aðstæður í Landeyjahöfn að komast í sumarástand enda komið sumar.”

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...