Rekstrarkostnaður HSU í Eyjum að frádregnum sértekjum er 24,8% hærri árið 2017 en árið 2013
á meðalverðlagi ársins 2017. - Verðlagshækkun sama tímabils er um 7,3%.
11.Apríl'18 | 14:06Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur nú svarað fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins um fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fjölda ársverka og þróun launakostnaðar.
Eyjar.net birtir hér svörin í heild sinni:
1. Hver hefur þróun fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja verið frá árinu 2013 og til ársins 2017 sem og þróun í fjölda ársverka?
Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum, Heilbrigðisstofnun Suðausturlands og Heilbrigðisstofnun Suðurlands voru sameinaðar í eina stofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 1. október 2014 með reglugerð nr. 674/2014. Fjárveitingar til starfsstöðvanna voru sameinaðar í eina fjárhæð í fjárlögum 2014.
Rekstrarkostnaður starfsstöðva er aðgreindur í bókhaldi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og sýnir eftirfarandi tafla rekstrarkostnað ásamt fjölda ársverka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum að frádregnum sértekjum árin 2013–2017 á verðlagi hvers árs í þúsundum króna.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |
Rekstrarkostnaður | 791.649 | 818.415 | 839.838 | 920.290 | 1.060.827 |
Breyting frá fyrra ári | 26.766 | 21.423 | 80.452 | 140.537 | |
Breyting í % | 3,4% | 2,6% | 9,6% | 15,3% | |
Ársverk | 67,5 | 63,0 | 59,7 | 61,7 | 62,0 |
2. Hver hefur þróun fjárveitinganna verið á föstu verðlagi?
Eftirfarandi tafla sýnir rekstrarkostnað árin 2013–2017 á meðalverðlagi ársins 2017.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |
Rekstrarkostnaður | 849.771 | 860.978 | 869.272 | 936.569 | 1.060.827 |
Breyting frá fyrra ári | 11.207 | 8.294 | 67.297 | 124.258 | |
Breyting í % | 1,3% | 1,0% | 7,7% | 13,3% |
3. Hvað skýrir breytingar í fjölda ársverka?
Haustið 2014 sameinuðust Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurlands í eina stofnun; Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sbr. 1. tölul. Fækkun ársverka á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum skýrist af því að ný og sameinuð Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) lýtur nú einni yfirstjórn þannig að fækkun hefur átt sér stað í hópi æðstu stjórnenda, svo sem forstjóra, lækningaforstjóra, hjúkrunarforstjóra og innkaupastjóra. Öll þessi stöðugildi voru full stöðugildi, skilgreind hjá Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum en í dag eru þau skilgreind á skrifstofu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, óháð eiginlegri staðsetningu starfsmannsins. Árið 2016 var eitt stöðugildi rekstrarstjóra hjá HSU í Vestmannaeyjum lagt niður. Á sama ári fengust til starfa tveir nýir heilsugæslulæknar í Vestmannaeyjum í stað verktakalækna áður og eru þau störf enn setin. Þessi atriði skýra í megindráttum breytingar og þróun ársverka hjá HSU í Vestmannaeyjum frá 2013 til ársloka 2017.
4. Hver hefur árleg þróun launakostnaðar starfsstétta stofnunarinnar verið í samanburði við þróun fjárveitinga sem ætlaðar eru til greiðslu launakostnaðar?
Ekki er hægt að sjá fjárveitingar á fjárlögum til greiðslu launakostnaðar í Vestmannaeyjum. Eftirfarandi upplýsingar eru sóttar í bókhald stofnunarinnar og sýna launakostnað á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |
Laun í þús. kr. | 613.022 | 578.525 | 578.405 | 619.395 | 665.512 |
Meðallaun á hvert ársverk | 9.082 | 9.183 | 9.689 | 10.039 | 10.734 |
Breyting frá fyrra ári | 101 | 506 | 350 | 695 | |
Breyting í % | 1,1% | 5,5% | 3,6% | 6,9% |
Eftirfarandi tafla sýnir heildarframlög til launa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands samkvæmt fjárlögum.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |
Heildarframlag til launa hjá HSU í millj. kr. | 2.749,5 | 2.811,2 | 2.901,0 | 3.344,4 | 3.693,7 |
Breyting frá fyrra ári, millj. kr. | 61,7 | 89,8 | 443,4 | 349,3 | |
Breyting í % | 2,2% | 3,2% | 15,3% | 10,4% |
5. Ef fjárveitingar hafa lækkað að raungildi frá því að stofnunin varð hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hverjar eru ástæður þess?
Rekstrarkostnaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum að frádregnum sértekjum er 24,8% hærri árið 2017 en árið 2013 á meðalverðlagi ársins 2017. Verðlagshækkun sama tímabils er um 7,3%.
Tags
HSU
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...