Dómur kveðinn upp í áralangri lóðadeilu

- Vestmannaeyjabær bótaskyldur

28.Mars'18 | 15:35
IMG_5851

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Síðastliðin ár hefur verið ágreiningur á milli eigenda lóðanna að Heiðarvegi 6 og Vesturvegi 40 vegna 47m2 skika sem sem hefur verið í lóðarsamningi beggja aðila. Báðir eigendur töldu sig því réttmætan eiganda skikans og var ágreiningur vegna þess sem Héraðsdómur Suðurlands hefur nú dæmt í.

Niðurstaðan var sú að eigandi Heiðarvegar 6 taldist réttur eigandi skikans en litið var m.a. til þess að þegar að skikinn var færður undir Heiðarveg 6 þá var Vestmannaeyjabær bæði leigusali og leigutaki lóðarinnar að Vesturvegi 40, en umræddur skiki var á þeim tíma einnig hluti lóðarsamnings þeirrar eignar.

Síðar gerðir lóðarleigusamningar vegna Vesturvegar 40 voru ekki taldir breyta þessu. Hins vegar var staðfest að bótaskylda Vestmannaeyjabæjar gagnvart eiganda Vesturvegar 40, þar sem þessi umræddur skiki féll undir lóð fasteignarinnar að Heiðarvegi 6.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.