Eitt tilboð barst í nýtt loftræstikerfi Safnahúss
19.Mars'18 | 07:20Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku var greint frá opnun tilboða í nýtt loftræstikerfi í Safnahús Vestmannaeyja. Einungis eitt tilboð barst í verkið.
Það var frá Eyjablikk ehf. upp á kr. 32.053.967,-. Kostnaðaráætlun hönnuða var uppá kr. 33.985.145,-
Ráðið fól framkvæmdastjóra að ræða við hönnuð og tilboðsgjafa um hvort hægt sé að minnka umfang verksins svo það rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins 2018 en þar var gert ráð fyrir 25 milljónum í verkið, segir í bókun ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.