Fréttatilkynning:

Handboltaveisla framundan

7.Mars'18 | 16:34
hrabba_asgeir_sgg

Vonandi sjáum við okkar fólk fagna í lok helgarinnar. Ljósmynd/SGG

ÍBV er með bæði karla og kvenna liðin sín í undanúrslitum bikarsins í Höllinni. Veislan byrjar fimmtudaginn 8. mars þegar stelpurnar mæta Fram kl. 17.15 og heldur svo áfram á föstudaginn kl. 17.15 en þá mætast ÍBV og Haukar karla megin.

Svo er unglingaflokkur kvenna að spila á móti Fram á sunnudaginn kl. 14.00Þetta verða rosalegir leikir. Það er gríðarlega mikilvægt að fá allann þann stuðning sem hægt er að fá til þess að hjálpa okkar liðum að komast í úrslitaleikina. Hægt verður að kaupa miða á leikina í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum, einnnig munum við byrta slóð á netinu þar sem hægt verður að kaupa miða þannig að ágóðinn fari til ÍBV.

ATH. ágóðinn af miðum sem eru keyptir í gegnum ÍBV fer beint í okkar félag, við megum ekki selja fyrir utan Höllina á leikdegi og því gríðarlega mikilvægt að okkar fólk kaupi miða á réttum stað, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.

Hér að neðan eru hlekkir þar sem hægt er að kaupa miða.

Undanúrslit kvenna
ÍBV – Fram Fimmtudag 8. mars kl. 17.15.
ÍBV fullorðnir
https://tix.is/is/specialoffer/nk4v5cbnsyxr2/  
ÍBV börn
https://tix.is/is/specialoffer/z5wklyszv2g7k/

Undanúrslit karla

Haukar- ÍBV Föstudag 9. mars kl 17:15
ÍBV fullorðnir
https://tix.is/is/specialoffer/kknm6lojll6aq/
ÍBV börn
https://tix.is/is/specialoffer/bwaqcogeh2tnw/

 

Áfram ÍBV

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.