Georg Eiður Arnarson skrifar:
Að vera eða vera ekki...
7.Mars'18 | 13:05......í framboði. Er klárlega sú spurning sem ég hef oftast fengið undanfarna mánuði. Oftast hef ég nú svarað því þannig:
Já, ég ætli að skoða það að taka þátt áfram, en fyrir nokkru síðan fór ég að velta því fyrir mér og rifja upp, á hvaða forsendum ég tók þátt í þessu fyrir 4 árum síðan og í raun og veru kom það mér svolítið á óvart að uppgötva það, að þær forsendur væru í raun og veru allar brostnar.
Eftir að hafa velt þessu fyrir mér síðustu vikurnar og rætt þetta við nokkra af félögum mínum á Eyjalistanum að undanförnu, þá tók ég þá ákvörðun um síðustu helgi að gefa ekki kost á mér í sæti á lista Eyjalistans fyrir komandi kosningar og hef ég nú þegar tilkynnt stjórn Eyjalistans það og á hádegi í dag, að loknum fundi hjá umhverfis og skipulagsráði, þá tilkynnti ég meirihlutanum að þetta væri minn síðasti nefndarfundur á þessu kjörtímabili.
Ég vil að lokum þakka félögum mínum á Eyjalistanum fyrir samstarfið sl 4 ár og óska þeim alls hins besta í komandi kosningum. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu Eyjamönnum sem stutt hafa mig og hvatt áfram. Ég er sjálfur bara nokkuð sáttur við störf mín á kjörtímabilinu, en eins og gefur að skilja mun ég þar af leiðandi ekki taka þátt í kosningunum í vor og sjálfsagt gera upp kjörtímabilið betur síðar og að sjálfsögðu mun ég halda áfram að skrifa þegar og ef ég nenni.
Höfundur: Georg Eiður Arnarson
Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.
Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.
Gleðilegt sumar
17.Apríl'22 | 15:59Framboð eða ekki framboð?
2.Apríl'22 | 14:43Flokkur fólksins í Vestmannaeyjum
27.Mars'22 | 20:55Verbúðin
27.Febrúar'22 | 21:302021 gert upp
8.Janúar'22 | 22:25Gæludýraeigandinn ég
31.Desember'21 | 15:50Fátæktarskömmin
21.Desember'21 | 22:18Lundasumarið 2021
3.Október'21 | 21:59Þakkir og kosningar 2021
27.September'21 | 12:37Kvótann heim
20.September'21 | 22:12
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.