Opið bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra

Hvers vegna er verið að okra á okkur?

6.Mars'18 | 13:09
IMG_7093

Herjólfur siglir hér inn Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Við Vestmannaeyingar þökkum þér fyrir þann skilning á því að það þarf að lækka fargjöldin á samgöngum til Eyja hvort sem það er í lofti eða á sjó. Vonandi gerist eitthvað jákvætt í þeim málum mjög fljótt.

Varðandi fargjöldin sjóleiðina milli lands og Eyja þá hafa Vestmannaeyingar verið mjög svo ósáttir við þann óheyrilega kostnað sem fellur á farþega þegar sigla þarf til Þorlákshafnar. Það má kalla það okur og ef þú tekur verðið til Landeyjahafnar þá má segja að verðið þangað sé rán. Til að skýra þetta betur út skulum við taka verðin eins og þau eru í dag.Halldór Bjarnason

Við byrjum á því að leiðrétta fargjöldin til Landeyjahafnar áður en þau eru samræmd við Þorlákshafnarverðið. Þegar við segjum leiðrétta þau þá eigum við, við það að í upphafi þegar byrjað var á siglingum til Landeyjahafnar var verðið hækkað verulega miðað við siglda sjómílu og verðið fyrir bifreið var ekki í samræmi við fargjöldin til Þorlákshafnar. Það er að segja sama verð fyrir 1 manneskju og 1 bifreið en svo er ekki til Landeyjahafnar.

Það eru 40 sjómílur til Þorlákshafnar en 7 sjómílur til Landeyjahafnar frá Eyjum. Ef að við setjum þetta í einfaldari búning þá lítur þetta svona út:

 

Verð á fargjaldi til Þorlákshafnar             Verð á fargjaldi til Landeyjahafnar

  1.  farþegi   3420 kr aðra leið                   1. farþegi   1380 kr aðra leið 
  2.  bifreið   3420 kr aðra leið                    1. bifreið    2220 kr aðra leið

 

Nú skulum við reikna út fargjöldin miðað við siglda sjómílu og sjá hvernig dæmið lítur þá út:

Þorlákshöfn verð fyrir mann  3420 kr : 40 sjómílur =   85.50 kr á hverja siglda sjómílu.

Þorlákshöfn verð fyrir bifreið  3420 kr : 40 sjómílur =   85.50 kr á hverja siglda sjómílu.

 

Sem sagt 85.50 kr fyrir bæði mann og bíl á hverja siglda sjómílu.

Þá skulum við líta á Landeyjahafnarverðið:

Landeyjahöfn verð fyrir mann 1380 kr : 7 sjómílur = 197.10 kr á hverja siglda sjómílu.

Landeyjahöfn verð fyrir bifreið 2220 kr : 7 sjómílur = 317.14 kr á hverja siglda sjómílu.

 

Við skulum byrja á að staldra við. Af hverju er ekki sama verð fyrir mann og bíl til Landeyjahafnar eins og það er til Þorlákshafnar. Þetta skilur ekki nokkur maður. Hvað veldur þessum aukna kostnaði fyrir bifreið til Landeyjahafnar og engar skýringar gefnar?

Þá skulum við fara í verðútreikinga. Það er ekki ásættanlegt að það skuli vera 111.60 kr dýrara á mann fyrir hverja siglda sjómílu til Landeyjahafnar heldur en til Þorlákshafnar og hvað þá að það skuli vera 231.60 kr dýrara fyrir bílinn sömu leiðir.

Það er krafa okkar Vestmannaeyinga að þetta verði leiðrétt tafarlaust það er að segja að það verði sama verð fyrir hverja siglda sjómílu til Landeyjahafnar og til Þorlákshafnar bæði fyrir mann og bíl sem sagt 85.50 kr á siglda sjómílu þá myndi dæmið líta svona út.

 

Verð til Landeyjahafnar:

1 farþegi 85.50 kr x 7 sjómílur = 598.50 kr

1 bifreið 85.50 kr x 7 sjómílur = 598.50 kr

 

Takið eftir ef þetta væri verðið í dag til Landeyjahafnar þá væri sama verð fyrir manninn og bíl sem sagt 598.50 kr aðra leið og er þetta fullt verð án afsláttar. Væri ekki ráð að fá skýringar hvers vegna verið sé að okra á okkur?

Hvar eru fulltrúar okkar? Þeir sem eiga að gæta hagsmuna okkar, þ.e.a.s bæjarfulltrúar og þingmenn kjördæmisins.

Sigurður Ingi, við treystum því að þú leiðréttir þetta ranglæti hið snarasta áður en þú ferð að samræma verðið.

 

 

F.h Horft til framtíðar

Halldór Bjarnason

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).