Sjálfstæðisflokkurinn fellur frá röðun

- ákveðið að nefnd stilli upp á listann líkt og tíðkast hefur síðustu áratugina

21.Febrúar'18 | 10:46
falkinn_baerinn

Samsett mynd.

Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélganna í Vestmannaeyjum var samþykkt sl. mánudag að röðun færi fram ef 10 eða fleirri gæfu kost á sér í framboð.  Sá fjöldi barst ekki og hefur kjörnefnd því hafið vinnu við uppstillingu eins og samþykktin hvað á um. segir Ólafur Elísson formaður kjörnefndar.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net höfðu allavega fimm einstaklingar gefið út að þeir hyggðust gefa kost á sér í röðunina. Það eru bæjarfulltrúarnir Elliði Vignisson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir. Einnig hafði varabæjarfulltrúi flokksins Margrét Rós Ingólfsdóttir gefið út að hún gæfi kost á sér í röðun.

Rétt er að rifja upp að upphaflega var gefið út af flokknum að það skildi farið í prófkjör í Vestmannaeyjum. Ekki hefur verið haldið prókjör í Eyjum síðan 1990 og var töluverður áhugi innan flokksins að fara prófkjörsleiðina. Þeirri ákvörðun var síðar snúið og þá var ákveðið að fara í svokallaða röðun.

Sú kjörnefnd sem kosin var til að annast framkvæmd röðunarinnar fær nú það hlutverk að stilla upp á lista Sjálfstæðisflokksins. Nefndina skipa samkvæmt samþykkt fulltrúaráðsfundar: Ólafur Elísson, formaður, Arnar Sigurmundsson, Bragi Magnússon, Elsa Valgeirsdóttir, Halla Svavarsdóttir, Ingólfur Jóhannesson og Silja Rós Guðjónsdóttir.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...