Farþegaferjan Bodö:
Seinni ferð dagsins fellur niður
Óvíst er með siglingar á morgun, þriðjudag
5.Febrúar'18 | 13:39Seinni ferð dagsins ferjunnar Bodö fellur niður. Öldu og veðurspá gerir ráð fyrir hækkandi öldu og versnandi veðri seinni part dags og því fellur seinni ferð frá Vestmannaeyjum 15:30 og frá Þorlákshöfn 19:15 niður.
Í tilkynningu frá Sæferðum segir að farþegar sem eiga bókað í þessar ferðir þurfa að hafa samband við afgreiðslu í síma 481-2800 og færa sig í næstu lausu ferð eða fá endurgreitt. Óvíst er með siglingar á morgun, þriðjudag 6. febrúar af sömu ástæðum og verður tilkynning send út fyrir klukkan 7:00 í fyrramálið varðandi siglingar á morgun, segir ennfremur í tilkynningunni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.