Hlynur með Íslandsmet í 3.000 m hlaupi
5.Febrúar'18 | 06:32Hlauparinn Hlynur Andrésson ÍR keppti í gær í 3.000 m hlaupi á Ryan Shay Invitational í Notre Dame í Bandaríkjunum. Hann kom fyrstur í mark í hlaupinu eftir frábæran endasprett og hljóp hann á tímanum 8:02,08 mínútum (OT).
Er þessi tími nýtt persónulegt met hjá Hlyni en hann var að bæta sig um rúmar 4,5 sek og bætti um leið Íslandsmetið í greininni sem var í hans eigu og var áður 8:06,69 mín. Frábærlega gert hjá Hlyni og verður mjög sprennandi að fylgjast með honum á innanhússtímabilinu sem er aðeins rétt að byrja.
Þess má geta að Hlynur er sem stendur í 22. sæti á NCAA listanum sem er virkilega flottur árangur, að því er segir í frétt á fri.is.
Hér má sjá heildarúrslit hlaupsins.
Tags
Hlynur Andrésson
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.