Sigurður Áss Grétarsson:

Skiptir öllu að ferjan reynist vel og standist væntingar

2.Febrúar'18 | 11:15
31.01.18. Vilborg-7

Unnið er hörðum höndum að smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju í pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. Myndir/H.R.Tórz

Nú er ekki nema rúmt hálft ár þar til ný ferja á að hefja áætlun milli lands og Eyja. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við Sigurð Áss Grétarsson, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar um smíðina, nafn á skipið og hvenær dýpkun hefjist í Landeyjahöfn.

Hver er staðan á smíðinni? 

Smíðin gengur ágætlega. Vélbúnaðurinn, skrúfur, stöðugleikauggar ofl. er komið til skipasmíðastöðvarinnar. Flestar blokkirnar eru tilbúnar og er unnið að samsetningu og lagnavinna er hafin. Þá er byrjað að mála.

Hvenær er áætlað að skipið verði tilbúið til afhendingar?

Gerum ráð fyrir að skipið verði afhent í lok ágúst eða í byrjun september. Þá er siglingin heim eftir þannig að ferjan verður komin í rekstur í september.

Hvert er þitt álit á hvað ferjan eigi að heita?

Nafnið Vilborg hljómar vel . Það hefur góða skírskotun í þjóðsögur Jóns Árnasonar þar sem Vilborg var hvers manns hugljúf er Herjólfur var önugur miðaldra karl eins og ég. Vilborg er ekki með neina séríslenska stafi þannig að það er þægilegra fyrir  erlendu ferðamennina að lesa nafnið og kannski að muna. Er ekki ágætt að nota kvennmannsnafn og að breyta til? Hins vegar skiptir öllu að ferjan reynist Vestmanneyingum vel og standist væntingar.

Hvenær má búast við að byrjað verði að dýpka aftur í Landeyjahöfn?

Það ræðst af veðri. Samningurinn við JDN gerir ráð fyrir að þeir séu á staðnum frá miðjum febrúar. þeir eru að vinna á Reyðarfirði núna en gert er ráð fyrir að sú vinna klárist fljótlega eftir helgi og þá koma þeir til Eyja.

 

Hér að neðan má sjá myndir af smíði ferjunnar sem Helgi Tórzhamar tók í fyrradag.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.