Vetrarnótt í Vestmannaeyjum

22.Janúar'18 | 06:48

Á morgun, þriðjudaginn 23. janúar verða 45 ár liðin frá því að gos hófst á Heimaey. Vetrarnótt er viðburður þar sem bæjarbúum er boðið að koma saman í tilefni tímamótanna og minnast þessarar örlagaríku nætur.

Allir viðburðir eru opnir.


15:00-18:00 
ELDHEIMAR
Forsýning á myndinni „Eldheimar verða til“ eftir Jón Karl Helgason. Myndin rúllar á 25 mínútna fresti. 

16:00
EYMUNDSSON
Kristín Jóhannsdóttir kynnir og segir frá nýútkominni bók sinni „Ekki gleyma mér“ sem sló í gegn fyrir jólin.

18:45
LANDAKIRKJA
Prestarnir Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Sr. Viðar Stefánsson stýra hugvekju og Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar nokkur valin lög.

19:30
Gengið frá Landakirkju og niður Kirkjuveg. Í fararbroddi verða kyndilberar göngunnar, Eyjamenn úr árgangi 1973, ásamt Lúðrasveitinni. Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur heiðursvörð.

20:00
GAMLA HÖLLIN VIÐ VESTMANNABRAUT
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, ávarpar gesti.
Guðni Hjálmarsson, prestur, fer með bæn.
Karlakór Vestmannaeyja syngur.
Ágústa Eva Erlendsdóttir, ásamt þeim Kjartani Valdimars- syni og Óskari Guðjónssyni, spila hugljúfa tóna.
Viðtöl við nokkra skipstjóra sem sigldu með fólk á brott gosnóttina 1973 sýnd á tjaldi.
Blítt og Létt hópurinn heldur uppi Eyjastemningu ásamt þeim Geir Jóni Þórissyni og Þórhalli Barðasyni.

 


Laugardagurinn 27. janúar 
13:00
EINARSSTOFA
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, tekur formlega á móti málverkinu „Hefnd Helgafells“ frá 1971 eftir Guðna Hermansen. Verkið gefur Jóhanna Hermannsdóttir en Helgi Bernódusson, skrifstofu-stjóri Alþingis, mun rekja sögu þess.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.