Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands:

Ekkert spáð í lögmæti ákvörðunarinnar

12.Janúar'18 | 13:53
Ingvar_sig_nattsud

Ingvar Atli Sigurðsson. Mynd/nattsud.is

Líkt og Eyjar.net greindi frá í vikunni hefur stjórn Náttúrustofu Suðurlands lagt til að starfshlutfall forstöðumanns verði fært niður í 30% að afloknum samningsbundnum uppsagnarfresti til mæta rekstrarvanda stofunnar.

Ingvar Atli Sigurðsson, er forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands.

„Þessi ákvörðun stjórnar er tekin án samráðs við mig og ekkert er spáð í lögmæti ákvörðunarinnar eða hvað yrði um þau verkefni sem eru í gangi ef af þessum breytingum yrði.” segir Ingvar Atli í samtali við Eyjar.net. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið en sagði að stjórnarfundur yrði haldinn eftir helgi.

 

Framlag ríkissjóðs til náttúrustofu miðast við fjárhæð sem nemur launum forstöðumanns í fullu starfi

Í 10. gr. laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur segir að eitt eða fleiri sveitarfélög geti átt og rekið náttúrustofu með stuðningi ríkisins. Ábyrgð á rekstri og starfsemi náttúrustofu er hjá þeim sveitarfélögum sem gert hafa samning um rekstur hennar. Framlag ríkissjóðs til náttúrustofu er ákveðið í fjárlögum hverju sinni og miðast við fjárhæð sem nemur launum forstöðumanns í fullu starfi að viðbættri fjárhæð sem er allt að jafnhá þeirri fjárhæð og rennur hún til reksturs náttúrustofu. Framlag ríkissjóðs er háð því að fyrir liggi samningur um rekstur náttúrustofu, sbr. 9. gr. Í samningi skal meðal annars kveðið á um aðsetur og starfssvæði náttúrustofu, [skilgreind verkefni], 1) framlag ríkissjóðs og fjárskuldbindingar sveitarfélaga vegna reksturs hennar sem skulu miðast við 30% af framlagi ríkisins.]

Á þessari lagagrein verður ekki betur séð en að framlög ríkisins skerðist ef að starfshlutfall forstöðumanns verði minnkað.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.