Náttúrustofa Suðurlands:
Starfshlutfall forstöðumanns verði fært niður í 30%
10.Janúar'18 | 06:55Hagræðing í rekstri Náttúrustofu Suðurlands vegna ársins 2018 var rædd á fundi stjórnar stofunnar rétt fyrir jól. En eins og greint hefur verið frá hér á Eyjar.net glímir stofan við fjárhagsvanda.
Í bókun stjórnar NS segir að í ljósi þess að launakostnaður sé lang stærsti hluti rekstrarkostnaðar NS þá leggur stjórnin til við bæjararáð að starfshlutfall forstöðumanns verði fært niður í 30% að afloknum samningsbundnum uppsagnarfresti til mæta rekstrarvanda NS miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp og aðrar tekjur og útgjöld vegna ársins 2018.
Á milli jóla og nýars fundaði svo bæjarráð Vestmannaeyja þar sem ráðið samþykkti fyrir sitt leiti tillögu stjórnar NS.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.