Sjáðu dagskrá hátíðarinnar

Þrettándahátíðin hefst í kvöld

4.Janúar'18 | 07:11
trettandi_alfar_brenna

Frá Þrettándanum í fyrra. Ljósmynd/Gunnar Ingi.

Í kvöld hefst Þrettándahátíðin með Eyjakvöldi á Kaffi Kró. Hátíðin nær hámarki annað kvöld þegar hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka verður haldin. Þá er einnig dagskrá á laugardag og sunnudag. Svona lítur dagskráin út:

Fimmtudagur 4. janúar

Kl. 21.00 Kaffi kró, Eyjakvöld

Eyjakvöld með Blítt og létt og allir syngja með! 

Föstudagur 5. janúar

Kl. 14.00-15.30 Höllin, diskógrímuball Eyverja

Jólasveininn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum.

Kl. 19.00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka

Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.

Kl.00.00 Höllin, dansleikur

Þrettándadansleikur með hljómsveitinni Buff. Forsala í Tvistinum.  

Laugardagur 6.janúar

Kl. 12.00 - 15.00 Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Esterar Óskarsdóttur landsliðskonu í handbolta og íþróttafélaganna.

Kl. 12.00-17.00 Langur laugardagur í verslunum

Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum og veitingastöðum!

Kl. 13.00 Einarsstofa, úrval úr ljósmyndasafni Vestmannaeyjabæjar til sýningar.

Kl. 13.00-16.00 Sagnheimar, fjölskylduratleikur Jólakattarins! Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Klukkan 16 verður dregið í jólagetraun Sagnheima.

Kl. 21.00 Háaloftið, tónleikar

Risatónleikar með Grafík. Húsið opnar kl. 21.00 og tónleikarnir hefjast kl. 22.00.  Forsala í Tvistinum. 

Sunnudagur 7.janúar

Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni

Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju.

 

Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins!

Eyjabíó verður með fjölbreyttar bíósýningar fyrir alla aldurshópa alla helgina! 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.