Hvíslið:
Skynsamleg ákvörðun
28.Desember'17 | 13:53Það var skynsamleg ákvörðun hjá Sjálfstæðisflokknum að velja það að fara prófkjörsleiðina fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Á næsta ári verða 28 ár liðin frá því að síðast var haldið prófkjör hjá flokknum í bæjarfélaginu.
Bæjarstjóri hefur sagt að hann gefi kost á sér, sama hvor leiðin verður farin. Það er alltaf merki um dug að leggja störf sín í dóm flokksmanna í persónukjöri líkt og nú stefnir í. Þetta er líka góð leið til að hleypa nýju fólki að. Fólki sem hefur kannski aðeins aðra sýn á hlutina.
Kjörnir fulltrúar hljóta að fagna því að fá loks mælingu á þeirra störfum. En númer eitt, tvö og þrjú sýnir þetta að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sínum flokksmönnum aftur til að stilla upp á lista flokksins. Það er lýðræði. Því ber að fagna!
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...