Fréttatilkynning:

Vara við notkun neyðarsóla

27.Desember'17 | 13:29
neysarsolir_slv

Hér má sjá neyðarsólir á lofti. Mynd/facebook-síða Slökkviliðsins.

Í tilefni þess að áramótin eru á næsta leyti með tilheyrandi flugeldasýningum, vill slökkviliðið beina þeim tilmælum til útgerðarmanna, skipstjóra og allra þeirra sem hafa aðgang að svokölluðum neyðarsólum (fallhlífarblysum) að skjóta þeim ekki upp um áramótin heldur koma útrunnum vörum í örugga eyðingu.

Þó svo að þessar sólir séu fallegar á himni þá eru því miður allt of mörg dæmi þess að þær falli logandi til jarðar þar sem þær halda áfram að brenna og geta valdið miklum skaða. Höfum við lent í mörgum útköllum vegna þessa undanfarin ár og áratugi og var stærsti bruninn 1982 þegar kviknaði í Netagerð Ingólfs. Síðan þá hafa óteljandi minni brunar orðið vegna sólanna m.a. í rennum, klæðningum, sólpöllum, gróðri o.fl.

Verum því skynsöm og reynum að hafa áramótin slysalaus, segir í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja.

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.