Vestmannaeyjabær opnar bókhald sitt á nýju ári

26.Desember'17 | 09:48
baerinn

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær hyggst opna bókhald sitt á nýju ári. Þetta staðfestir Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjar.net.

„Já, við förum í þetta á nýju ári. Settum 1.000.000 kr. í fjárhagsáætlun 2018 til verksins. Munum að öllum líkindum fara svipaða leið og Ísafjarðarbær.” segir Rut aðspurð um hver staðan sé á verkefninu. En skoðum nú hvaða leið Ísafjarðarbær fór.

Ísafjarðarbær opnaði bókhald sitt upp á gátt í samræmi við nútíma stjórnunarhætti opinberra aðila fyrr á þessu ári. Opnuð var vefsíða sem heldur utan um og birtir fjárhagsupplýsingar sveitarfélagsins og er tilgangur hennar að svara þar með spurningunum „hvaðan koma peningarnir?“ og „hvert fara þeir?“. Notendur vefjarins fá myndræna, skilvirka og einfalda framsetningu þar sem auðvelt er að fá yfirsýn og svör við helstu spurningum. Sú vefsíða var unnin í samvinnu við Wise lausnir og mun verða í stöðugri þróun hjá sveitarfélagahópi fyrirtækisins, segir í frétt á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

Kerfið hjá Ísfirðingum var hannað í Navision og notast við vöruhús gagna og Microsoft Power BI. Upplýsingarnar þar eru sóttar beint í bókhaldskerfi Ísafjarðarbæjar og uppfærast jafn óðum. Vefsíðan skiptist í fjórar síður þar sem hægt er að grafa sig niður og sækja ítarlegar upplýsingar. Fyrsta síðan sýnir yfirlit yfir gjöld sem brotin eru niður á svið, þjónustuþætti, einstaka gjaldaliði og lánadrottna. Önnur síðan gefur upplýsingar um þá lánadrottna sem skipt hefur verið við og er hægt að skoða þær eftir sviðum og deildum. Á þriðju síðunni má sjá yfirlit yfir hvert peningarnir fara hjá völdu sviði og eru annars vegar skífurit  sem sýna skiptingu gjalda í þjónustuþætti og einstaka gjaldaliði og hins vegar súlurit sem sýnir mánaðarlega kostnaðarskiptingu. Fjórða síðan er eins og þriðja síðan nema hún sýnir hvaðan peningarnir koma.

Á öllum síðunum eru tímasíur og því hægt að skoða upplýsingar aftur í tímann. Þegar núverandi ár er skoðað er um að ræða óendurskoðaðar fjárhæðir og miðast þær við þarsíðustu mánaðamót hverju sinni. Fjárhæðir birtra mánaða núverandi árs geta breyst eftir að þær birtast eftir því sem reikningar berast og leiðréttingar eru gerðar. Hægt er að skoða gögnin aftur til ársins 2010 og er þá um að ræða endurskoðaðar og endanlegar fjárhagsupplýsingar, segir ennfremur í fréttnni.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.