Handknattleikur:
Níu leikmenn frá ÍBV valdir hjá HSÍ
26.Desember'17 | 10:06Alls voru níu leikmenn valdir í hópa hjá Handknattleikssambandi Íslands skömmu fyrir jól. Annarsvegar í U-20 í karlaflokki og hins vegar í afrekshóp HSÍ í kvennaflokki. Lítum nánar á hverjir voru valdir.
Bjarni Fritzson þjálfari U-20 ára landsliðs karla valdi í 26 manna hóp sem æfir 2-6 janúar 2018. Fimm leikmenn voru í hópnum frá ÍBV og fara þeir Andri Ísak Sigfússon, Friðrik Hólm Jónsson, Daníel Örn Griffin og Gabriel Martines Róbertsson til æfinga með liðinu en Elliði Snær Viðarsson fékk frí frá þessu verkefni þar sem hann er að jafna sig af meiðslum sem hafa verið að plaga hann í töluverðan tíma.
Einnig er gaman að geta þess að sjötti Eyjamaðurinn, Jörgen Freyr Ólafsson sem uppalinn er hjá ÍBV en spilar nú með Haukum, er á meðal þeirra sem valdir voru.
Þá valdi Axel Stefánsson 21 leikmann til æfinga með afrekshópi HSÍ helgina 5.-7. janúar. ÍBV á þar fjóra fulltrúa. Díana Kristín Sigmarsdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Ester Óskarsdóttir og Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Einnig var Díana Dögg Magnúsdóttir valin en hún er uppalin hjá ÍBV en leikur nú fyrir Val, segir í frétt á heimasíðu ÍBV.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...