Þyrlan lenti á hamrinum

- vegna veðurs var ekki hægt að senda þangað sjúkraflugvél

18.Desember'17 | 13:25
thyrla_gæslunnar

Þyrlan á akveginum vestast á Heimaey í dag. Ljósmynd/TMS

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti vestur á hamri laust fyrir klukkan 13 í dag. Er um að ræða aðra ferð þyrlunnar til Eyja á þessum sólarhring til að sækja sjúkling, því stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst einnig beiðni laust fyrir klukkan tvö í nótt frá Neyðarlínu um aðstoð þyrlu.

Í nótt var útkallið vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Vegna veðurs var ekki hægt að senda sjúkraflugvél til Eyja og því sótti þyrlan TF-LIF þann slasaða. 

Þyrlan fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan hálfþrjú og lenti á flugvellinum í Vestmannaeyjum um fjörutíu mínútum síðar. Þar var stormur, mikil úrkoma og skýjahæðin aðeins um 500 fet. Eftir að sjúklingurinn hafði verið búinn undir flutning lagði TF-LIF aftur af stað til Reykjavíkur um hálffjögurleytið. Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli klukkan 04:21 þar sem sjúkrabíll beið og flutti manninn á sjúkrahús.

Brýn þörf á aðstöðu fyrir þyrluna 

Enn og aftur lendir þyrla Gæslunnar á akveginum við hamarinn. Ljóst er að þessi staður er ákjósanlegur fyrir þyrluna að lenda á, ef ófært er til lendingar á flugvellinum. Því er brýnt að útbúinn sé á þessu svæði þyrlupallur, svo auka megi öryggið í slíkum tilfellum.

 

Þessu tengt:

Sjúkraflug til Eyja komin yfir hundrað í ár

Fjárlagafrumvarpið geysileg vonbrigði fyrir HSU

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.