Sjúkraflug til Eyja komin yfir hundrað í ár
16.Desember'17 | 08:44Þegar um hálfur mánuður er eftir af árinu hefur Mýflug farið 104 sjúkraflugferðir til Vestmannaeyja. Þetta segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þá hefur Landhelgisgæslan farið 3-5 ferðir, til viðbótar við flug Mýflugs til Eyja.
Búist er við 17 prósent aukningu sjúkraflugs á landinu öllu á þessu ári. Nú þegar hafa 763 sjúkraflug verið farin og 811 sjúklingar fluttir með þeim. Áætlað er að sjúkraflug verði rúmlega átta hundruð á þessu ári. Þess má geta að hátt í 700 voru fluttir með sjúkraflugi í fyrra á landinu öllu, þar af voru 108 flug til Eyja.
Þessu tengt: 29 milljónir í sjúkraflug til og frá Eyjum í fyrra
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...