Fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í smíðanefnd fór yfir stöðu mála á fundi:

„Hárrétt að Landeyjahöfn sé stóra vandamálið”

11.Desember'17 | 13:04
_DSCNýr Herjólfur í brotum í Landeyjahöf

Samsett mynd.

Á laugardaginn hélt Andrés Þ. Sigurðsson fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í smíðanefnd nýrrar ferju kynningarfund fyrir bæjarbúa. Tilefnið nú eru nýjustu tíðindi sem berast af málinu, Þ.e.a.s enn er verið að breyta grunnhönnun skipsins þrátt fyrir að smíði ferjunnar sé hafin.

Fram kom í máli Andrésar að skipið hafi reynst 80 tonnum of þungt og það hafi orsakað 10 cm meiri djúpristu en segir til í kröfum smíðanefndarinnar. Krafan er að djúprista skipsins sé 2,8 metrar.

Að tillögu pólsku skipasmíðastöðvarinnar var samþykkt að lengja skildi skipið í annað sinn. Nú skal það lengt um 1,8 metra auk þess sem breyta á stefni skipsins. Áður var búið að lengja ferjuna um 4,12 metra.

 

Kostir og gallar við lenginguna

Andrés segir að kostirnir við að fá þessa lengingu inn séu að bíladekkið stækki um 10 lengdarmetra. Rými fyrir farþega aukist og rásfesta skipsins verði meiri.

Gallarnir eru þeir að skipið þarf meira pláss og plássið í Landeyjahöfn er mjög takmarkað. Þá tekur ferjan meiri vind á sig. Þó tekur Andrés það fram að þar sem lengingin sé það stutt, að þetta muni hafa lítil áhrif.

Varðandi breytingarnar á stefni skipsins segir Andrés að ýmislegt hafi verið prófað en lóðrétt stefni hafi komið áberandi best út. Það spari 7% orku auk þess sem skipið ætti að ganga meira.

 

Svefnaðstaða um borð

Andrés greindi frá að um borð væru 34 kojur fyrir farþega ef talinn er með sjúkraklefinn. Þá fær áhöfnin 2 klefa sem eru áætlaðir fyrir skip- og vélstjóra. Að ósk Vestmannaeyjabæjar er nú til skoðunar hvort fjölga megi kojum. Andrés segir að plássið sé lítið sem hægt sé að spila úr. Upp hafi komið hugmynd um að taka bíósal fremst í skipinu og setja þar þil til að skipta honum í tvennt yfir verstu vetrarmánuðina. Þannig mætti koma fyrir 40 kojum þar.

Hvað þýðir þetta gagnvart siglingum í Þorlákshöfn?

Ein af spurningunum sem Andrés fékk var hvað þessar breytingar þýði fyrir siglingar til Þorlákshafnar? Andrés svaraði því til að ferjan muni ekki standa sig eins vel á móti öldunni og núverandi skip. Hann segir að veltiuggar verði á nýja skipinu sem ráða munu við þetta skip. Hins vegar séu uggarnir allt of litlir á núverandi Herjólfi.

 

Breytingar á mannvirkjum

Á fundinum kom fram að breyta eigi þjónustuhúsinu hér í Eyjum. Þar stendur til að byggja við annað stigahús auk þess sem færa á bryggjupolla. Ekki eru uppi hugmyndir að breyta þjónustuhúsinu í Landeyjahöfn.

 

Hver ber ábyrgð?

Andrés var spurður um hver bæri ábyrgð á þessum nýjustu vandamálum. Andrés sagði málið væri flókið, en tiltók þó norsku skipaverkfræðistofuna Polarkonsult og pólsku skipasmíðastöðina Crist S.A.  

 

Höfnin er vandamálið

Andrés viðurkenndi að þessar nýjustu breytingar muni auka frátafir á siglingum í Landeyjahöfn. Hann treysti sér þó ekki til að nefna einhverja tölu í þeim efnum. Andrés sagði það hárrétt að Landeyjahöfn væri stóra vandamálið. Hann sagði skipið ekki bjarga öllum vandamálum. Þarna kveður við nýjan tón hjá smíðanefndarmanninum, því ekki þarf að rifja upp annað en grein sem hann og Sigurður Áss Grétarsson skrifuðu saman í október árið 2015 þar sem fullyrt var að Landeyjahöfn yrði heilsárshöfn þegar að ný hentug ferja komi. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...