Ný skoðanakönnun MMR fyrir Eyjar.net:
Flestir vilja prófkjör
30.Nóvember'17 | 09:53Nú styttist í að fram fari val á listum flokkana sem ætla að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga. Kosið verður í maí á næsta ári. MMR kannaði hug bæjarbúa um hvaða leið þeir telja heppilegasta til uppstillingar á listum fyrir komandi kosningar.
Spurt var: Hvaða leið vilt þú sjá við val á lista framboða í Vestmannaeyjum í bæjarstjórnarkosningum næsta vor?
Hægt er að smella á niðurstöður (mynd) til að opna þær stærri.
Það er óumdeilanlegt að flestir sem tóku afstöðu vilja prófkjör eða 46,6%, einungis 15,7% vilja uppröðun. Þrisvar sinnum fleiri vilja prófkjör en uppröðun, hafa ber þó í huga að óákveðnir eru 37,6%. Heldur fleiri karlar vilja prófkjör en konur og mesta fylgi frá aldurshópnum 50 ára og eldri. Athygli vekur að flestir sem eru óákveðnir eru á aldrinum 18-29 ára.
Það gæti því verið tímabært að fara rifja upp hvenær síðasta prófkjör var haldið hjá þeim flokkum sem nú mynda bæjarstjórn.
Um könnunina:
Úrtak: 910 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.
Dagsetning gagnaöflunar: 31. október til 23. nóvember 2017. Fjöldi svarenda: 507 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.