Handknattleikur:

Loksins komið að heimaleik hjá strákunum

21.Nóvember'17 | 14:39
ibv_handb

Eyjamenn leika sinn fyrsta heimaleik á morgun. Mynd/ÍBV.

Eins og frægt er orðið hefur karlalið ÍBV byrjað þetta Íslandsmót á útivöllum þar sem unnið hefur verið við að skipta um gólfefni á nýja salnum. Alls hefur liðið spilað níu fyrstu leikina á útivöllum en á morgun miðvikudag kl. 18:00 er loksins komið að heimaleik er liðið fær Fram í heimsókn.

Af þessu tilefni ákváðum við að slá á þráðinn til Sigurðar Bragasonar þjálfara liðsins og heyra í honum hljóðið. Sigurður var staddur í Herjólfi áleiðis til Eyja og við það að ljúka við 18 tíma ferðalag heim frá Hvíta-Rússlandi þar sem liðið spilaði sinn fyrsta Evrópuleik í vetur.

Hvernig gekk ferðalagið og leikurinn úti í Hvíta-Rússlandi?

Bara ljómandi vel. Við vorum að koma úr 4 daga ferð þar sem við spiluðum á móti liði frá Hvíta Rússlandi sem heitir Hc Gomel. Það verður að viðurkennast að við vorum ekkert allt of kátir með dráttinn og að þurfa að fara alla leið til austur Hvíta Rússlands. En ferðin gekk í alla staði mjög vel og þeir tóku vel á móti okkur og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Úrslitin voru svo mjög góð. Góður 31-27 útisigur sem má til gamans geta að er fyrsti sigur ÍBV á útivelli í Evrópukeppni.

Allir leikmenn komu heilir heim úr þessu erfiða prógrammi. Það erum við þjálfararnir mjög ánægðir með. Það er vissulega mikið álag á stóra skrokka að spila við FH mjög erfiðan leik og fara svo strax í 20 klst ferðalag og spila aftur.

Elliði er meiddur og fór ekki með okkur í þetta ferðalag og eins fékk Teddi frí þar sem hann og Linda eiga von á barni. En allir aðrir eru heilir sem er mjög gott fyrir leik sem við allir erum búnir að bíða eftir síðan í upphafi móts. Ég get alveg lofað öllum okkar stuðningsmönnum að strákarnir geta ekki beðið eftir að spila fyrir framan fólkið sitt. Níu útileikir í röð er fáheyrt og erfitt. Þannig að við erum allir mjög spenntir.

Loksins heimaleikur, hvernig leggst leikurinn á miðvikudaginn í þig?

Verkefnið er erfitt. Fram er búið að sýna það í vetur að þeir eru algerlega óútreiknanlegir. Hafa sýnt ömurlega leiki og svo mjög góða. Þeir áttu mjög erfiðan leik um helgina þar sem þeir töpuðu stórt á móti ÍR. Þeir ætla sér örugglega að leiðrétta það strax. Þannig að verkefni okkar er að gera okkar stráka klára í alvöru leik.

Við vonum svo sannarlega að okkar frábæru stuðningsmenn komi og styðji okkur í þessum fyrsta heimaleik síðan í apríl, segir Sigurður í samtali við Eyjar.net.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).