Íbúðarhúsið í Stórhöfða var byggt 1931
- en ekki frá 1906, líkt og bókað var hjá umhverfis- og skipulagsráði
6.Nóvember'17 | 14:02Í morgun var greint frá því hér á Eyjar.net að á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs hafi verið tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi í Stórhöfða. Þar kom fram að umhverfis- og skipulagsráð frestaði erindinu og bendir á að íbúðarhúsið í Stórhöfða sé byggt árið 1906.
Ártalið sem nefnt er í fundargerðinni virðist hins vegar ekki rétt. Á vefsíðunni Heimaslóð.is er hægt að finna ýmsan fróðleik um Vestmannaeyjar. Þar segir um byggingar í Stórhöfða:
Bygging vitans
Alþingi samþykkti fjárveitinguna til vitans og var hann byggður fyrir íslenskt fé sumarið 1906. Gísla J. Johnseni var falið að byggja vitahúsið, sem hann og gerði. Ekki þótti fulltrúa dönsku vitamálastofnunarinnar vel hafa tekist til, og gerði allnokkrar endurbætur á húsinu. Dönsku ljóshúsi var komið fyrir á húsinu með steinolíulampa. Árið 1953 var vitinn svo raflýstur með straumi frá ljósavélum. Straumur frá rafveitu var tekinn inn árið 1979.
Auk vitabyggingar var reist hús fyrir vitavörð og var það bárujárnsklætt timburhús. Árið 1931 var steinsteypt íbúðarhús byggt. Húsið var hækkað í tvær hæðir á árunum 1964-65. Vélahús, sem stendur sunnan við íbúðarhúsið, var byggt árið 1956. Í dag er húsið syðsti mannabústaður á Íslandi, segir á vefnum Heimaslóð.is.
Til gamans má geta þess að á vef Minjastofnunnar má sjá lista yfir þau hús sem eru friðuð. Í Vestmannaeyjum er þrjú hús friðuð. Það eru Ráðhúsið, Landakirkja og Landlyst.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.