Rekstur nýs Herjólfs:

Óskar eftir að Vestmannaeyjabær hafi frumkvæði að íbúakosningu

31.Október'17 | 11:53
herj_nyr_cr_sa_c

Nýr Herjólfur á að hefja áætlun næsta sumar. Mynd/Crist SA.

Elís Jónsson sendi í gær tilkynningu til bæjarstjórnar Vestmannaeyja þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar til þess að Vestmannaeyjabær hafi frumkvæði að sjá um að framkvæma íbúakosningu um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs, líkt og fordæmi er fyrir. 

Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:

Tilkynning

Á grundvelli 2. gr. reglugerðar 155/2013 er sveitarstjórn tilkynnt hér með að undirritaður hefur orðið var við áhuga á að bæjarbúar sem uppfylla 1. gr framangreindra reglugerðar fái að segja álit sitt á fyrirhugaðri yfirtöku á rekstri Herjólfs eins og lesa má um skv. 1. máli, 3057. fundar í bæjarráði Vestmannaeyja 26. september 2017 og staðfest var á 1525. fundi bæjarstjórnar þann 28. september 2017 undir lið nr. 11. Nú liggur fyrir viljayfirlýsing ríkisins og Vestmannaeyjabæjar skv. fundi nr. 3060 í bæjarráði Vestmannaeyja 27. október sl. og þar kemur m.a. fram ,,Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og telur að með henni sé kröfum heimamanna hvað siglingar nýrrar ferju að stóru leiti mætt‘‘.

Mat undirritaðs ábyrgðarmanns er að formleg undirskriftasöfnun skv. reglugerð 155/2013 geti ekki farið fram fyrr en fyrir liggur hvort samningar náist og hvernig samningur mun líta út. Þó ekki liggi fyrir endanlegur samningur hafa bæjaryfirvöld lýst yfir eindregnum áhuga og nú umrædd viljayfirlýsing þar sem helstu markmið samnings og forsendur hans koma fram. Þessi áhugi bæjaryfirvalda fer ekki endilega saman við áhuga íbúa. 

Skorað er hér með á bæjarstjórn skv. framangreindu að virða íbúalýðræði og gefa íbúum í Vestmannaeyjum kost á að segja sína skoðun, beint og milliliðalaust líkt og gert hefur verið tvívegis áður. Árið 2013 voru 1041 atkvæði greidd þegar spurt var ,,Vilt þú að Vestmannaeyjabær veiti byggingarleyfi fyrir hótel það sem kynnt hefur verið á lóðinni í Hásteinsgryfjunni‘‘. Árið 2016 voru 628 atkvæði greidd þegar spurt var um ,,að auka aðgengi með göngugöng undir Löngu‘‘.

Einnig er vert að benda bæjarstjórn Vestmannaeyja á að í ,,Samgöngukönnun fyrir Eyjar.net 2016‘‘ sem gerð var af MMR þann 19. febrúar til 2. mars 2016 fyrir ET miðla þar sem úrtakið var 874 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum og fjöldi svara 515. Þá kemur fram að tæplega 50% þeirra sem svöruðu hafa lítið traust á bæjarstjórn Vestmannaeyja til að taka ákvarðanir um framtíðarskipulag sjósamgangna milli lands og Vestmannaeyja. Úrtakið var tæplega 37% þeirra sem greiddu atkvæði í sveitastjórnarkosningum í Vestmannaeyjum 2014.

Óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar til þess að Vestmannaeyjabær hafi frumkvæði að sjá um að framkvæma íbúakosningu í samræmi við 107. gr. sveitastjórnalaga 138/2011 um málefnið eins og fordæmi er fyrir. Reynist afstaða bæjarstjórnar neikvæð mun ábyrgðaraðili safna undirskriftum á grundvelli 108. gr. sömu laga til að óska eftir íbúakosningu og óskast þá svör við eftirfarandi:

Hamlar 3.  mgr. 108 gr. sveitarstjórnarlaga því að unnt sé að krefjast almennrar atkvæðagreiðslu um málið?

Einnig er óskað eftir leiðbeiningum um orðalag og önnur framkvæmdaatriði og þeim degi sem bæjarstjórn heimilar undirskrifasöfnun.

Skorað er jafnframt á bæjarstjórn að tryggja að áður en að undirskrift samnings verður sé settur fyrirvari í samning um samþykki vegna íbúakosningu um málefnið.

 

Tillaga ábyrgðaraðila er að kosið yrði um í íbúakosningu:

Á Vestmannaeyjabær á grundvelli samningsdraga að reka Herjólf?

 

Ábyrgðaraðili vill vekja athygli bæjarfulltrúa á 25. gr. og 27. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011.

25. gr. Sjálfstæði í starfi.

Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála.

 

27. gr. Réttur til að bera upp mál.

Sveitarstjórnarmaður á rétt á að tekið verði á dagskrá sveitarstjórnarfundar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess.

 Mál sem ekki er tilgreint á útsendri dagskrá sveitarstjórnarfundar verður þó ekki tekið til afgreiðslu á viðkomandi fundi án samþykkis 2/ 3 hluta fundarmanna.

 

Óskað er eftir að bæjarfulltrúar sjái til þess að málið verði tekið fyrir undir ,,önnur mál‘‘ skv. 10. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn Vestmannaeyja 19. febrúar 2014 og Innanríkisráðuneytinu 21. mars 2014 og tilkynni bæjarstjóra ákvörðun sína með 54 klst. fyrir fund.

 

Ábyrgðaraðili:

Elís Jónsson 

 

elis j

Elís Jónsson

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.