Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar:

Kæru Eyjamenn

27.Október'17 | 22:25
sigm_mid

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Á morgunn laugardag 28. október verður kosið til alþingis íslendinga. Miðflokkurinn sem stofnaður var þann 8. október s.l. býður nú fram í fyrsta sinn.

Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Flokkur fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins.

Miðflokkurinn er flokkur sem veitt getur stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en um leið verið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokkur sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Miðflokkurinn vill halda áfram því starfi sem skilaði sér í hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurrar þjóðar í seinni tíð og skila ávinningnum til þeirra sem eiga hann með réttu, almennings á Íslandi.

Miðflokkurinn ætlar að styrkja á ný heilsugæsluþjónustu og sérfræðilækningar utan höfuðborgarsvæðisins. Miðflokknum finnst það sem dæmi óboðlegt að öryggi Eyjamanna sé stefnt í hættu vegna niðurskurðar á fjármagni til rekstrar Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.

Miðflokkurinn ætlar að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu á samgöngum í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi eins og tryggar sjósamgöngur til  Vestmannaeyja. Miðflokkurinn telur að besta lausnin í dag hvað varðar sjósamgöngur til eyja, felist í því að Vestmannaeyjabær taki yfir rekstur ferjusiglinga á milli lands og Eyja. Ef að Vestmannaeyjabær er sammála um að sú lausn sé sú besta þá er ekkert því til fyrirstöðu að framkvæma hana.

Miðflokkurinn er í stakk búinn til að vinna að fyrrnefndum málum af krafti og vera vélin í ríkisstjórnarsamstarfi. Til þess að svo megi vera þá þurfum við sterkt umboð frá kjósendum til stjórnarmyndunarviðræðna.

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.