Telja að skráningakerfi þurfi á Herjólf
16.Október'17 | 13:23Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir því til Eimskips, rekstraraðila Herjólfs, að skráningakerfi um fjölda farþega verði tekið upp á skipinu. Ábendingarnar koma fram í skýrslu vegna atviks sem átti sér stað í ferjunni milli jóla og nýárs í fyrra.
Þá kom upp reykur í skipinu, vegna bilunar í loftræstiblásara, sem var mestur í almenningi. Illa gekk að rýma skipið en of fáir skipverjar voru um borð til að takast á við aðstæðurnar. Í fyrstu var talið að 132 hafi verið í skipinu en síðar kom í ljós að þeir voru alls 149.
Auk áðurnefndrar ábendingar var þeim tilmælum beint til forsvarsmanna Eimskips að endurskoða fjölda í áhöfn Herjólfs og að tryggja að fjarskiptabúnaður milli áhafnar innan skips sem utan verði lagfærður.
Hér má sjá skýrsluna frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...